Blóðbankinn segir mikilvægt að eiga alltaf AB mínus blóðvökva
Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson er einn fárra Íslendinga í AB mínus blóðflokknum. Eyjan greinir frá.
Guðni hefur verið orðaður við forsetaembættið. Eins og fram hefur komið mun hann koma með tilkynningu um framboð sitt næstkomandi fimmtudag.
Að sögn Blóðbankans er aðeins hálft prósent þjóðarinnar í AB mínus blóðflokki, en „það er eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til,“ segir á síðunni.
„Það verður því spennandi að vita hvort forsetabíllinn muni reglulega renna upp að Blóðbankanum í framtíðinni,“ segir að lokum í færslunni.