fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Kári Stefánsson: Ný ríkisstjórn „óskynsamleg“ og „dónaskapur“ við þjóðina

Vonast eftir upplausnarástandi – Telur Bjarna Benediktsson hafa myndað ginnungagap á milli sín og þjóðarinnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. apríl 2016 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann ræddi þar atburði liðinna daga og nýja ríkisstjórn sem mynduð var í gær.

„Ég hef skrifað um nokkur mál, ég hef skrifað svolítið um Sigmund Davíð sem gaf mér þá afmælisgjöf að stíga úr embætti,“ sagði Kári aðspurður um gagnrýni sem hann hefur undanfarið tileinkað ríkisstjórninni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra.

Að mati Kára þykir honum ný ríkisstjórn, sem mynduð var í gær undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar, „óskynsamleg“ og „dónaskapur“ við þjóðina. Hann segir einnig að Bjara Benediktsson fjármálaráðherra hafi með yfirlýsingu sinni um að Sigmundur Davíð hafi þurft að stíga til hliðar vegna ástands í samfélaginu, hafi hann myndað „ginningagap á milli sín og þjóðarinnar,“ og einhverra sjálfstæðismanna líka.

„Hann [Sigmundur Davíð] vék úr embætti vegna þess að þjóðin vildi ekki búa við það,“ sagði Kári í þættinum í morgun. Hann gagnrýndi að Bjarni Benediktsson hefði leitt Sjálfstæðisflokkinn með sér í samsteypustjórn með Framsókn þar sem formaður flokksins sé ennþá maður sem hafi hrakist úr embætti með atburði síðustu daga á bakinu.

„Yrði ekki hissa ef þetta hefði meiriháttar áhrif á afkomu þjóðarinnar. Ég er ekki hissa ef þetta myndi vega harkalega að ferðamannaiðnaðinum, sem er orðinn stærsti iðnaður landsins,“ sagði Kári sem benti á að fréttir af fyrrverandi forsætisráðherra hefðu verið athlægi fjölmiðla um heim allan.

Í morgun sagði Kári að hann hafi undanfarið óttast Pírata – en það hafi verið vegna stefnuleysis. Þegar hann vaknaði í morgun hafi hann áttað sig á því að það væri bara kostur, að til væri flokkur sem væri tiltölulega mótanlegur af beinu lýðræði, eins og hann orðaði það.

Líkt og áður kom fram, gagnrýndi Kári nýju ríkisstjórnina og sagði hana „óskynsamlega“. Það sé til að mynda vegna þess að Framsóknarflokkurinn sitji uppi með forsætisráðherra sem varði gjörðir Sigmundar Davíðs. Kári telur að klaufalega hafi verið brugðist við og það hafi einnig verið gert á dónlegan hátt.

„Ég óttast ekki að það verði einhver upplausn og mótmæli. Ég vona að það verði einhver upplausn og mótmæli,“ segir hann aðspurður um hvort til upplausnarástands muni koma, ekki tímabundið – heldur í einhvern tíma.

Að lokum segir hann kjósendur óttast að Sigmundur Davíð muni enn hafa einhver áhrif á ríkisstjórnina, þar sem hann verður áfram þingmaður og formaður flokksins. Hann segir það ekki vera það sem þjóðin þurfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins