fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Bíódómur: Erfitt að gera mikið betur

Zootropolis

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 10. apríl 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað ef Mikki refur væri ofsóttur af dýrunum í Hálsaskógi fyrir það eitt að vera eins og hann er? Hver ofsækir hvern er stundum spurning um sjónarhól. Bæði vinstri- og hægrimenn telja fjölmiðla vera með hinum í liði. Í Ísrael og Palestínu líta báðir aðilar á sig sem lítilmagnann að berjast fyrir tilverurétti sínum, og svo mætti lengi telja. Stórar spurningar allar, og varla hefði maður búist við að Disney-teiknimynd yrði mikilvægt innlegg í umræðuna.

En það er Zootropolis einmitt, og rétt eins og Inside Out var besta mynd síðasta árs er þetta besta myndin í almennum sýningum hérlendis það sem af er ári. Það er ekki að því að spyrja að stórborg dýranna er mikið konfekt fyrir augað og hressilegir brandarar á hverju strái. Refurinn og kanínan eru ferskt innlegg í hið oftast þreytta „buddy-cop“ form. Vísanir í Guðföðurinn og Breaking Bad þjóna tilgangi í stað þess að vera útúrdúrar. Og J.K. Simmons er frábær í litlu en veigamiklu hlutverki borgarstjórans.

En það eru pælingarnar sem standa eftir þegar upp er staðið. Vissulega eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir, en þýðir það að allir eigi að vera eins? Og hvaða meirihluti er það sem ákveður hvað það er að vera eins? Zootropolis er frábær ádeila á múgæsing og fordóma af öllum stærðum og gerðum, en tekst líka að gefa manni trú á að allir geti á endanum fengið að vera það sem þeir vilja. Og síðast en ekki síst er hún afbragðs skemmtun. Geri aðrir betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“