fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Birgitta Jónsdóttir: „Við erum tilbúin“

Trúir því ekki að Sigmundur Davíð muni segja af sér – Eina leiðin fyrir almenning er að standa og öskra

Auður Ösp
Þriðjudaginn 5. apríl 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er allt mögulegt á þessum undarlegu tímum,“ segir Birgitta Jóns­dótt­ir, formaður Pírata. Hún kveðst tilbúin til þess að mynda nýja rík­is­stjórn ef boðað verður til Alþing­is­kosn­inga á næst­unni.

Birgitta var í viðtali við Independent í morgun þar sem fram kom að Píratar hefðu mælst með mikið fylgi í könn­un­um að und­an­förnu. Sagði að Birgitta að staðan í dag væri óljós. „En auðvitað, ef til þess kemur, þá erum við tilbúin.“

Þá lét hún hafa eftir sér að fréttirnar af tengslum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við Panama skjölin hefðu vakið upp hjá henni svipaðar tilfinningar og þegar fjármálahrunið varð á Íslandi árið 2008. Um væri að ræða sama trúnaðar og siðferðisbrest. „Mér varð illt. Í sannleika sagt þá var ég í áfalli. Síðan fann ég fyrir reiði.“

Birgitta sagði jafnframt að hún vissi „í hjarta sínu“ að forsætisráðherra myndi ekki segja af sér. „Þannig að eini mögu­leik­inn sem al­menn­ing­ur á Íslandi hef­ur er að standa fyr­ir utan þing­húsið og öskra. – og vona að fólkið þar inni muni hlusta,“ sagði Birgitta og bætti við að það væri forgangsatriði fyrir kosningar að vita hvað ríkistjórnin ætlaði að gera. „Það þarf að vera á hreinu að við getum ekki gert allt, en við tökum eitt skref í einu.“

Segist brimfull af auðmýkt

Birgitta tjáir sig einnig á fésbókarsíðu sinni í morgun þar sem hún kveðst afar stolt af Íslendingum fyrir að mæta fyrir utan þinghúsið í svo miklu mæli á mótmælunum sem áttu sér stað í gær.

„Það er erfitt að fá fólk hvert sem maður ber niður í heimsbyggðinni til að mæta á mótmæli sem snúa ekki að ótta við afkomu heldur út af því að siðferðiskennd fólks sé ofboðið. Að upplifa söguna og vera í hringiðu hennar á svo sögulegum tímum er ótrúlega magnað. Ég er brimfull af auðmýkt og finn ekki sömu sorg í hjarta og skömm og ég upplifði í fyrrakvöld þegar ég var að horfa á Kastljóð.“

„Þær tilfinningar rek ég fyrst og fremst til fólksins sem kom á mótmælin í gær, því þau eru út um allt í heimspressunni og sýna að Íslendingar eiga ekkert sammerkt með silfurskeiðungunum sem fara fyrir ríkisstjórninni. Það eruð þið sem hafið andmælt siðleysinu sem hafið bjargað mannorði þjóðarinnar. Takk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður