Uppboð á fáséðum íslenskum bókaperlum
Núna er hægt að skoða og eignast fágætar íslenskra bókaperlur því fornbókverslunin Bókin-Antikvariat og Gallerí Fold standa saman að bókauppboði á netinu. Bækurnar eru jafnframt til sýnis að Gallerí Fold, Rauðarárstíg 12-14.
Meðal annars eftirfarandi bækur eru á uppboðinu:
Stjörnufræði, létt og handa alþýðu, eftir G. F. Ursin, í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar. – Kongs Christians Þess Fimta Norsku Løg. Prentuð í Hrappsey 1779. Einstaklega gott eintak Norsku laga úr Hrappsey. Bundið í vandað, skreytt alskinn. Bundið af Sigurþóri Sigurðssyni bókbandsmeistara. – Chronica Danorum & præcipue Sialandiæ seu Chronologia Rerum Danicarum ab Anno Christi 1028 ad Ann 1282 cum Appendice Chronolog usque ad Ann. MCCCVII. ex veteri Membrana eruit, primusque edidit Arnas Magnæus. Kronika Árna Magnússonar, mikið fágæti. Auk þess má nefna: – Fyrstu útgáfu Njálssögu, Vinagleði Magnúsar Stephenssen, prentuð á Leirá 1797, Háttalykill Lofts Guttormssonar og Haglagða Júlíönu, prentuð í Winnipeg 1916.
Eins og fyrr segir eru bækurnar eru til sýnis í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 12-14. Uppboðið stendur til 24. apríl. Vefuppboðið er hér