fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Aflýsa tónleikum Africa Bambaataa vegna ásakana um kynferðisbrot

Ósk Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Secret Solstice, fullyrti að það ætti að tilkynna um breytta dagskrá á morgun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. apríl 2016 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipuleggjendur Secret Solstice hafa ákveðið að aflýsa tónleikum með Africa Bambaataa vegna ásakana um kynferðislega misnotkun, eins og greint var frá á DV.is í morgun.

Sjá einni: Meintur barnaníðingur spilar á Secret Solstice

Ósk Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar, sagði í samtali við DV að það hefði verið ákveðið á fundi í vikunni að aflýsa samstarfi við tónlistarmanninn af þessum sökum og til stóð að senda tilkynningu þess efnis á morgun að hennar sögn.

Tónlistarmaðurinn Africa Bambaataa mun ekki koma fram á hátíðinni.
Africa Bambaataa Tónlistarmaðurinn Africa Bambaataa mun ekki koma fram á hátíðinni.

Það var New York Daily News sem greindu fyrst frá málinu í fyrir rúmri viku síðan en þá stigu fjórir karlmenn fram og sögðu tónlistarmanninn Kevin Donovan hafa misnotað sig sem börn.

Afrika Bambaataa var auglýstur sem eitt af atriðum Secret Solstice hátíðarinnar sem fram fer í júní næstkomandi.
Hann sló rækilega í gegn á níunda áratugnum með laginu Planet Rock.

Hann, og hljómsveit hans, Zulu Nation, eru sagðir hafa meðal annarra komið rappinu á heimskortið.

Kevin sjáfur hefur neitað ásökunum og heldur því fram að um sé að ræða einhverskonar samsæri stjórnvalda til þess að knésetja hann og hljómsveitina Zulu Nation. Eins hefur Zulu Nation, sem er nokkurskonar samtíningur af stjórnmálaþenkjandi hip hop listamönnum, einnig varið Kevin opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bolli biðst afsökunar
Fókus
Í gær

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“
Fókus
Í gær

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið