fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Súsanna: „Neyslan tók völd og tók mig á skuggalega, ljóta og ofbeldisfulla staði“

Lýsir reynslu sinni af geðhvarfasýki og fíkniefnaneyslu á átakanlegan hátt

Auður Ösp
Föstudaginn 22. apríl 2016 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur komið fyrir að ég hætti á lyfjunum mínum því ég hélt ég væri bara læknuð. Þá hef ég ýmist grátið í nokkra daga, verið mjög æst og eirðarlaus og tekið brjálæðisköst. Ég hef sparkað í bílinn minn svo hann beyglaðist, rústað heimilinu, rifið bolinn á kærasta mínum í tvennt þar sem hann stóð í honum og sagt vinum mínum að fara til fjandans þegar þau höfðu ekkert gert,“ segir Súsanna Sif Jónsdóttir sem var í kringum 8 ára aldur þegar einkenni geðhvarfasýki fóru að gera vart við sig hjá henni og þá sökk hún ofan í heim fíkniefnaneyslu aðeins 12 ára gömul. Hún er opinská með veikindi sín í dag og vill hjálpa öðrum í sömu sporum.

Súsanna hefur opnað bloggsíðu þar sem hún hyggst meðal annars segja frá reynslu sinni af því að vera með tvíþættan vanda. Í samtali við DV.is segir hún að tilgangurinn sé að hjálpa öðrum í sömu sporum. „Þetta er aðallega til þess að hjálpa fólki með því að beina þeim í rétta átt. Og sýna líka að ég er bara venjuleg stelpa. Ég tek þó fram að ég er ekki ráðgjafi en ég get sagt frá minni reynslu. Ég ætla að koma upp hnapp þar sem fólk getur beðið um „ráð“ varðandi þetta, en mun samt aldrei ráðleggja neinum um það sem ég veit ekkert um sjálf.“

Fann það sem vantaði í lífið

Súsanna er greind með geðhvörf I en ekki er vitað hvort þær geðsveiflur og óeðlilega hegðun sem fylgt hafa Súsönnu í gegnum tíðina séu tilkomnar vegna sjúkdómsins eða vegna fíkniefnaneyslu sem hófst þegar Súsanna var 12 ára gömul. Tilfelli hennar er því örlítið flóknara en gengur og gerist.

Á bloggsíðu sinni lýsir Súsanna því þegar hún var greind með þunglyndi 8 ára gömul. Meðferð á BUGL hjálpaði takmarka. 12 ára gömul fór hún að drekka um helgar og „fann það sem vantaði í lífið“ þegar hún komst undir áhrif í fyrsta sinn – líkt og hún orðar sjálf.

Súsanna var 12 ára gömul þegar þessi mynd var tekin.
Byrjai ung að drekka Súsanna var 12 ára gömul þegar þessi mynd var tekin.

„Léttirinn var svo mikill að drykkjan varð ómissandi partur af lífi mínu. Ég held að ég hafi í raun verið að reyna lækna það sem var að mér, hvað sem það nú var. Ég vildi bara líða betur.“

Súsanna hætti í kjölfarið að æfa íþróttir og sökk djúpt niður í heim fíkniefna. „Ég fór í menntaskóla 16 ára en entist ekki í neinum skóla í meira en eina önn, eða varla það. Ég skipti um skóla, flutti á milli staða, skipti um vinnur og skipti um vini. Ég var stöðugt að reyna að breyta utanaðkomandi aðstæðum mínum, því ég áttaði mig ekki á því að það sem þyrfti að laga væri innra með mér. Neyslan tók völd og tók mig á skuggalega, ljóta og ofbeldisfulla staði.“

Sá ofsjónir

Hún fékk í fyrsta sinn greiningu á geðhvarfasýki 18 ára gömul og tóku þá við nokkrar innlagnir á geðdeild. Hún fékk viðeignadi lyf en hélt fíkniefaneyslunni áfram. Hún lýsir á átakanlegan hátt atviki sem átti sér stað þegar hún lá inni á Vogi árið 2011, í fráhvörfum, og hafði ekki tekið lyfin við geðhvarfasýkinni. Hún fór í gífurlega maníu og myndin sem hún dregur upp af sjúkdómnum er átakanleg:

„Ég hafði séð ofsjónir inni í herberginu mínu þar og hausinn var alveg á milljón. Ég hringdi í mömmu, sem sagði mér þá að lögreglan væri með símann minn. Ég gjörsamlega trylltist, rauk út af Vogi og fór rakleiðis heim til mömmu. Ég var mjög æst og henti mömmu upp við vegg en sem betur fer var frænka mín hjá henni til að stoppa mig af. Eftir það þá brunaði ég niður á Lögreglustöðina við Hverfisgötu og öskraði þar fyrir utan, fleygði fötunum mínum út um allt og hringdi svo í Neyðarlínuna því ég vildi fá að tala við „þann sem ræður“.

„Ég man að ég hugsaði svo mikið að mér leið eins og hausinn á mér myndi springa. Ég var líklega með tíu samsæriskenningar í gangi og fannst það vera upp á líf og dauða að fá símann minn til baka. Lögreglan kom svo og sagðist ekki vera með neinn síma. Þá var ég viss um að mamma hefði logið þessu öllu sem hluta af einhverju alræmdu plotti gegn mér. Ég fór heim til hennar aftur og hún neitaði að hleypa mér inn eftir síðustu heimsókn. Þá brjálaðist ég á stigaganginum, eyðilagði handriðið og reyndi að kveikja í hurðinni hennar til að brenna mér leið inn. Eftir það kom lögreglan og ég var send niður á geðdeild Landspítalans og svo aftur inn á Vog.“

Meðvituð um sjúkdóminn

Súsanna varð edrú þann 3.mars 2012, og hefur í dag verið edrú í 4 ár með hjálp 12 spora vinnu. Í dag sækir hún meðferð hjá sálfræðingi og geðlækni og ræktar sjálfa sig með reglulegri hreyfingu, hugleiðslu og þáttöku í félagslífi. Hún er afar meðvituð um sjúkdóminn og einkenni hans, og mikilvægi þess að notast við lyfjagjöf til að halda honum í skefjum.

Súsanna er á beinu brautinni í dag og vinnur statt og stöðugt í sjálfri sér.
Nýtt líf Súsanna er á beinu brautinni í dag og vinnur statt og stöðugt í sjálfri sér.

„Alvarlegast var þó þegar ég hafði verið hætt á lyfjunum í rúma viku, en þá fór ég einmitt í hugrof. Þá fannst mér ég ekki stjórna neinu af því sem ég var að gera, en eina stundina var ég bara að spjalla við kærasta minn og þá næstu gekk ég inn á baðherbergi og skar mig á púls fyrir framan hann. Hann starði bara á mig orðlaus. Þegar ég sá svipinn á honum þá var eins og ég hafi rankað við mér og var skelfingu lostin yfir því sem ég hafði gert. Ég hugsaði bara: ,,Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja!“ Ég skildi ekki hvað hafði gerst. Hvers vegna gerði ég þetta? Ég fór í framhaldi á Landspítalann og hitti geðlækninn minn sem setti mig á sefandi lyf. Þá var þetta manía sem hafði í för með sér þessa hvatvísi.“

Súsanna ásamt móður sinni.
Á góðri stundu Súsanna ásamt móður sinni.

Súsanna kveðst finna ennþá fyrir sjúkdómnum. „En nú fer ég í svokallaðar hypo-maníur sem eru svona smávægilegar maníur. Það gerist um það bil fjórum til fimm sinnum á ári, endist í tvær til þrjár vikur og ég verð ansi hvatvís og skynsemin verður aðeins í ólagi,“ segir hún og tekur nokkur dæmi eins og að kaupa hluti sem hún hefur ekki efni á, gefa peningana sína eða vaka alla nóttina til að þrífa.

Hér má lesa pistil Súsönnu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Í gær

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings
Fókus
Í gær

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf
Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“