Skelin ehf.
Skelin ehf., Höfðabakka 19 í Reykjavík, annast framleiðslu og sölu á svalalokunarkerfum, sólstofum og garðskálum, gluggum, hurðum og fleiru frá þýska fyrirtækinu Solarlux. Solarlux er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og einn sterkasti framleiðandi í glerlokunum og glerskálum, jafnt til notkunar utandyra sem innandyra. Lausnir frá Solarlux eru meðal annars algengar fyrir svalir á einkaheimilum, hjá verslunum, sundstöðum, veitingastöðum og víðar.
Svalalokunarkerfi fást bæði með og án pósta og hið sama gildir um sólstofur og garðskála. Allar póstalausar svalalokanir eru úr hertu gleri og rafhúðuðum álprófíl. Þök eru enn fremur úr álprófíl og aldrei notast við plastefni. Skelin framleiðir enn fremur handrið og svalaganga og annað því um líkt líka. Er allur frágangur sérlega vandaður og snyrtilegur enda hefur Solarlux bæði gæði og hönnun í fyrirrúmi. Álbrautir geta verið í hvaða lit sem er en álgrár og hvítur eru staðallitir.
Solarlux svalalokanir hafa verið á íslenskum markaði um árabil og reynslan sýnir að kerfin þola vel íslensku veðráttuna enda geta þau verið fyrir glerþykktir frá 6 upp í 15 millimetra, sem er öflugra en nokkur önnur svalalokunarkerfi á markaðnum.
Meðal helstu kosta svalalokana eru að þær eru auðveldar í notkun, hljóðeinangrun er allt að 17 desibel, þær verja svalir og tréverk inn af þeim gegn veðrum og minnka viðhaldsþörf húsnæðis. Það er auðvelt að þrífa þær að utan sem innan og þær halda ryki og óhreinindum frá svölunum. Svalalokanir hafa auk þess þau þægindi í för með sér að garðhúsgögn, grill og aðrir hlutir geta verið á sama stað allt árið um kring.
Skelin ehf. hefur verið starfandi í tíu ár og reksturinn gengið mjög vel, sífellt stækkar hópur ánægðra viðskiptavina.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Skeljarinnar ehf. Sem fyrr segir er Skelin til húsa að Höfðabakka 9, Reykjavík, og snýr að Vesturlandsvegi. Síminn er 578-6300 og netfangið skelinehf@skelinehf.is