fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Davíð Oddsson: Það er ekkert að skattasniðgöngu

Segir yfirvöld bjóða stundum uppá skattasniðgöngu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. apríl 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag fer mikinn um skattasniðgöngu og glufur. Hann segir ekkert að því. Eyjan greinir frá.

Í bréfinu segir að flestir landsmenn hafi allt sitt á hreinu gagnvart skattyfirvöldum. „Flestir vegna þess að hugur þeirra stendur ekki til annars. Hann rifjar upp þegar venjulegir launþegar hafi setið sveittir yfir skattframtalinu. Hann segir svitann ekki hafa verið vegna þess að viðkomandi hafi viljað svindla. Svitinn hafi frekar stafað af „nagandi ótta við að hafa misskilið fyrirmælin á framtalinu.“

Fram kemur í bréfinu að höfundur hafi fengið starfskostargreiðslur frá Alþingi og má þar ætla að höfundur sé Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins. Í bréfinu segir hann fyrrgreindum þætti vera lokið í tilveru Íslendinga. Nú sé það í höndum skattyfirvalda að sjá um að tölurnar skili sér í rétta dálka.

„Þeir sem eiga þessi ánægjulegu skipti við skattinn sinn eru örugglega í góðum málum. Þeir eru hvorki sekir um skattsvik né skattasniðgöngu. Æ, æ!
Þarna varð bréfritara á í messunni. Það á nefnilega ekki við að hafa orðið „sekur“ framan við bæði þessi orð. Ástæða mistakanna kann að vera sú að sumir þeirra sem fjalla um þessi tvö hugtök gera lítinn mun á þeim,“ segir Davíð í bréfinu.

Einnig segir hann skattsniðgöngu vera löglega „aðferð til að takmarka fjárhagslega stöðu einstaklings í þeim tilgangi að lækka það hlutfall af tekjum sem skatturinn leggst á.“ Hann segir skattasniðgöngu ekki vera það sama og skattsvik því í langan tíma hefur það verið heimilt samkvæmt skattalögum að draga útgjöld frá tekjum.

Hann segir skattasniðgöngu geta verið margslungna og að yfirvöld bjóði stundum uppá hana. Einnig segir hann skattalög stundum ekki hafa verið hugsuð til enda, eða orðalag vera óheppilegt. „Flinkir menn hafa því fundið „glufu“ og nýtt sér hana. Það er ekkert að því,“ segir enn fremur.

Grein Eyjunnar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“

„Ef ég hefði verið tveimur mínútum seinna á ferðinni hefði það verið of seint“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
Fréttir
Í gær

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru