fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Erfitt fyrir öryrkja að afla sér menntunar: „Kerfið okkar er svo letjandi“

„Hvernig stendur á því að það sé nánast ekki hægt að sækja um eða fá námsstyrk af því að maður er ekki heill heilsu?“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kerfið okkar er svo letjandi og er algjörlega hannað fyrir okkur sem erum óvinnufær að horfa á Bold and the Beautiful allan daginn, í staðinn fyrir að hvetja okkur til þess að mennta okkur í einhverju sem heilsan leyfir manni að vinna við. Svo ef heilsan leyfði manni ekki að vinna í framtíðinni þá allavega hefur maður eitthvað uppbyggilegt að gera yfir daginn,“ segir Jóna Júlíusdóttir en hún vekur athygli á því að öryrkjar sem vilja afla sér menntunar séu settar þröngar skorður. Nánast ógerlegt sé fyrir þá einstaklinga að sækja um styrki fyrir námi. Hún segir sárvanta sjóði sem styðja við bakið á öryrkjum í þessum hugleiðingum, rétt eins og stéttarfélög styðja við bakið á einstaklingum á vinnumarkaðnum sem vilja afla sér menntunar.

Jóna er 35 ára gömul og hefur verið óvinnufær vegna veikinda síðan árið 2005. Hún lætur sig málefni öryrkja og samfélagsins varða, meðal annars með að sitja í stjórn Bjartrar Framtíðar. Í samtali við DV.is segir hún að hún hafi reynt að stunda nám síðustu árin en það hafi þó verið ansi stopult.

„Ég hef stundum náð að taka heila önn, næstu önn á eftir bara 10 einingar, næstu á eftir hef ég þurft að taka pásu, þar á eftir hef ég getað tekið nokkrar einingar. Þetta hefur gengið svona og mun ganga svona áfram. Ég held að ég hafi á þeim 10 árum frá því ég veiktist náð tvisvar sinnum að taka heila önn, en fékk það líka í hausinn önnina á eftir með að þurfa annað hvort pásu eða taka bara pínulítið,“ segir hún og bætir við að þegar hún var í námi í iðjuþjálfunarfræði hafi hún lært hversu mikilvægt það er fyrir einstaklinga að hafa eitthvað fyrir stafni. Þetta tiltekna málefni, menntun öryrkja sé henni því hjarfólgið.

„Ef manneskja sem er óvinnufær verður vinnufær, þá er hún tilbúin að fara að vinna eftir að hafa haldið sér við með námi eða öðru, í stað þess sem kerfið bíður uppá, sem er bara að gera ekkert og bíða. Og ef sú mannseskja yrði vinnufær þyrfti að byrja á endurhæfingu fyrir hana svo hún væri tilbúin að fara á vinnumarkaðinn. Á meðan hin er tilbúin. Þar að auki getur þetta skilað mun fleiri einstaklingum aftur á vinnumarkaðinn, það er að segja ,einstaklingum sem hafa af einhverjum ástæðum orðið óvinnufærir og því öryrkjar. Þeir gætu þá farið í nám sem hentaði þeirra starfsgetu og jafnvel orðið nýtir þegnar á ný. Sem menntaður einstaklingur færðu hærri laun, sem þýðir að þú borgir hærri skatta, og hærri laun gætti þýtt að þú hefðir meira á milli handana hefur áhrif á verslun og því er í raun allt sem mælir með þessu.“

Jóna ritaði á dögunum pistil um málið og birti á Facebook síðu sinni við góðar undirtektir. „Páll Valur, þingmaður Bjartrar Framtíðar greip einmitt þennann status á lofti og við ákváðum að hittast og ræða leiðir á að koma á einhverju kerfi, sjóði, eða hvað sem verður ofan á. Sem yrði eflaust hugsað svipað og menntastyrkjakerfi stéttarfélagana.“

Margir um hituna

Það er ótrúlegt að það sé nánast vonlaust fyrir öryrkja að sækja um styrk fyrir námi. Ég fékk boð um að komast í annað námskeið í LHÍ, en þar sem það er 6 dýrmætar einingar námskeið kostar það 61.500 krónur og væri góð viðbót og partur við mitt nám,“ ritar Jóna í pistli sínum. „Hvernig stendur á því að það sé nánast ekki hægt að sækja um eða fá námsstyrk af því að maður er ekki heill heilsu? Akkúrat þegar maður þarf hvað mest á því að halda að mennta sig til þess að vera ekki öryrki til frambúðar?“

„Ég fann einn sjóð, sem er eini sjóðurinn sem hægt er að sækja um styrk í sem ég veit um, en ég veit ekkert hvort ég fái styrk eða ekki, þar sem ég er ekki eini öryrkinn sem vill mennta sig og margir um hituna. Og þar að auki er úthlutun þegar námskeiðinu er lokið. Af hverju eru ekki til sjóðir sem sinna svipuðu og stéttarfélög gera fyrir vinnandi fólk þegar kemur að námi, námskeiðum og endurmenntun?“

Jóna bendir á að „strípuð“ öryrkjalaun séu í kringum 170 þúsund krónur. „Og það er ekki eins og þegar búið er að borga leigu, mat, sjúkraþjálfun og fleira að mikið sé eftir og ekki er eins og hægt sé að auka vinnuna eða taka sér aukavinnu til að vinna fyrir skólaagjöldum. Og ekki er hægt að fá námskeiðsgjöld endurgreidd eins og þeir sem hafa stéttarfélög á bak við sig.“

Kerfið er letjandi

Hún segir kerfið eiga að vera þannig uppbyggt að það virki hvetjandi og að veittir séu styrkir til náms eða annarar iðju.

„Því að ef að heilsan kæmist í lag, hver væri þá tilbúinn að fara beint að vinna? Sá sem væri búin að halda sér við með námi eða öðru, eða sá sem er búin að gera eins og kerfið bíður upp á að gera akkúrat ekkert?“ spyr hún.

„Það þyrfti einmitt að byrja á að koma honum í rándýrt meðferðarúrræði til að undirbúa þá manneskju til að takast aftur á við að koma sér út í lífið og vinnuna á meðan hinn hefur haldið sér við og er tilbúinn. Í raun væri hægt að flokka nám eða aðra iðju sem fólk tæki sér fyrir hendur sem ákveðna endurhæfingu.“

Hún bendir jafnframt á að námslán séu ekki raunhæfur kostur fyrir einstaklinga í hennar stöðu. „Því fyrir veikan einstakling er skólagangan oft óstabíl og námsframvindukröfurnar það háar að það væri ekki séns. Ég hef til dæmis síðasta eina og hálfa árið náð að klára 20 einingar á þessum tíma en kröfur Lín eru 22 einingar á önn. Dæmið gengi aldrei upp.“

Jóna segir að þetta snúist ekki bara um hana. „Heldur alla öryrkja landsins sem langar að mennta sig eða hafa eitthvað uppbyggilegt fyrir stafni en geta það ekki því það er enginn sjóður til að styðja þá eða kerfi sem hvetur og styður það áfram. Við þurfum að gera svo mikið betur í þessum efnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi