fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Nýr Barnaby

John Nettles hætti í Midsomer Murders

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 13. apríl 2016 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf jafn notalegt að horfa á Midsomer Murders sem RÚV hefur verið iðið við að sýna. Á yfirborðinu er Midsomer friðsælt og fallegt hérað en sennilega hafa á fáum stöðum verið framin fleiri morð en þar og lögregluforinginn Tom Barnaby hafði því í nógu að snúast árum saman. Leikarinn John Nettles var góður í hlutverki Barnaby, býr yfir ákveðnum sjarma sem gerði að verkum að maður hafði gaman af að fylgjast með honum. Í framhaldsmyndaþáttum um löggur er einkalíf þeirra yfirleitt í rúst og þess vegna var falleg tilbreyting að verða vitni að því hversu Barnaby-hjónin voru hænd hvort að öðru. Maður vissi að aldrei myndi hvarfla að þeim að skilja. Gott að vita af góðum hjónaböndum á þessari siðlausu öld okkar.

Fyrir nokkrum árum hætti John Nettles leik í þáttunum og leikarinn Neil Dudgeon tók við sem Barnaby, samt ekki sem Tom Barnaby heldur sem John Barnaby, frændi hans. Ef Dudgeon hefði skyndilega birst í þáttunum og sagt: Ég er Tom Barnaby hefði maður hrist höfuðið. John Nettles var einfaldlega það góður sem Tom Barnaby að maður sér engan annan fyrir sér í hlutverki hans. En það er í góðu lagi að nýr leikari birtist og segist heita John og vera frændi Toms. Þannig leystu aðstandendur þáttanna ágætlega úr þeim vanda sem skapaðist þegar John Nettles hvarf á braut. Neil Dudgeon er traustur í hlutverki Barnabys frænda þótt hann hafi ekki sömu útgeislun og John Nettles. Á andlit hans er festur áhyggjusvipur sem virkar sannfærandi.

Morðin í Midsomer halda áfram, eins og þau hafa gert í svo mörg ár, og sýna okkur að undir friðsælu yfirborði leynist illska og grimmd. Morðin eru yfirleitt ekki sýnd í smáatriðum og koma manni því ekki í sérstakt uppnám. Maður veit að maður er að horfa á afþreyingu og nýtur þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna