„Strákarnir hafa ekkert beðið um að fara heim. Við vitum enn ekkert hvenær hægt verður að flytja líkið og það er ekkert nema hversdagsleikinn sem bíður okkar þar,“ segir Iðunn Dögg Gylfadóttir sem nú gengur í gegnum erfiðasta tímabil lífs síns.
Eiginmaður hennar, Ríkharður Örn Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, varð bráðkvaddur þann 21. apríl. Ríkharður hefði orðið fertugur þann 23. apríl. Hann lést þegar hann var í skemmtiferðasiglingu ásamt eiginkonu sinni, Iðunni, og tveimur sonum þeirra, sem eru sex og níu ára gamlir.
Iðunn tjáir sig um þennan mikla harm í samtali við Pressuna en vinafólk þeirra hafa hafið söfnun til að hjálpa fjölskyldunni að takast á við breyttan veruleika og koma Ríkharði heim. Fjárhagslegt óöryggi er mikið hjá Iðunni og ungum sonum hennar.
Iðunn segir:
„Við vorum búin að hlakka lengi til að fara saman í þetta frí en við áttum líka tveggja ára brúðkaupsafmæli,“ segir Iðunn. Hún segir fríið hafa breyst í martröð þegar hún vaknaði við það að Ríkharður var í flogakasti við hlið hennar. Læknir um borð í bátnum reyndi að koma til aðstoðar en Ríkharður var úrskurðaður látinn síðar um nóttina. Banamein hans er ekki vitað.
Iðunn dvelur hjá ættingjum í Fort Lauderdale og hefur systir hennar flogið út til að styðja við bakið á henni.
Vinir fjölskyldunar hafa einnig hrundið af stað söfnun. DV greindi frá henni í gærkvöld. Þar segja vinir Ríkharðs:
„Hann var traustur vinur, fyndinn og ævintýragjarn. Hann elskaði að ferðast og hafði á sinni alltof stuttu ævi ferðast vítt og breitt um heiminn. Hans verður mjög sárt saknað. Auk þess að takast nú á við sorgina veldur fráfall hans fjölskyldunni fjárhagslegu óöryggi.“
Iðunn segir að synir hennar hafi ekki beðið um að fara heim en hún veit heldur ekki hvenær verður mögulegt að flytja líkið til Íslands til greftrunar. Ljóst er að erfiðir tímar eru framundan. Hún myndi vilja einbeita sér alfarið að því að hugga drengina en skrifinska ýmis konar og fjárhagsáhyggjur taka sinn toll.
Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur á nafni Iðunnar, ekkju Ríkharðs til að takast á við breyttan veruleika í kjölfar þessa mikla áfalls. Aðstandendur söfnunarinnar hvetja sem flesta til þess að leggja sitt af mörkum og einnig deila þessu áfram.
0521-04-222800
Kt: 0602802909
Hér má lesa viðtalið við Iðunni á Pressunni í heild sinni.