Propac-fóður og fjölbreyttar vörur fyrir gæludýr
„Við erum í viðskiptum við fyrirtæki sem framleiða eingöngu sínar vörur en ekki vörur fyrir aðra aðila og leggja mikinn metnað í að viðhalda hreinleika og gæta þess að viðskiptavinurinn viti hvað hann er að kaupa. Það gerist allt of oft að dýrfóðursverksmiðjum er lokað vegna t.d. salmonellusýkingar en við höfum aldrei lent í því hjá þeim aðilum sem við kaupum frá.“
Þetta segir Anna Ólafsdóttir, annar eigenda fyrirtækis sem í daglegu tali gengur undir heitinu Propac, í höfuðið á vinsælu gæðagæludýrafóðri sem fyrirtækið selur, en heitir PAK. Propac kemur frá Bandaríkunum en meðal annarra birgja fyrirtækis Önnu er spænska fyrirtækið Biozoo. Verksmiðjur beggja framleiðendanna eru þekktar fyrir hreinleika og gæðaöryggi:
„Ennfremur inniheldur Propac engar aukaafurðir af neinu tagi,“
segir Anna.
Hægt er að panta allar vörur fyrirtækisins á öflugri vefverslun fyrirtækisins. Hunda- og kattaeigendur panta yfirleitt vörurnar fyrir sín dýr í vefversluninni og fá sent fóðrið heim að dyrum ef þeir búa á höfuðborgarsvæðinu, á Selfossi, í Hveragerði, á Stokkseyri, Eyrarbakka. Þorklákshöfn, Suðurnesjum eða Akranesi, en við sendingar til annarra staða á landinu er notast við þjónustu Íslandspósts. Einnig er hægt að kaupa fóðrið, sem og allar vörur sem fyrirtækið býður, í verslun þess að Melabraut 19 í Hafnarfirði.
Mikið af vörunum er selt í verslunum Krónunnar en þar er hunda- og kattafóðrið hins vegar ekki fáanlegt. Í Krónunni má meðal annars finna smádýrafóður fyrir fugla, hamstra og kanínur; leikföng og sælgæti fyrir hunda og ketti; bein handa hundum, tauma, ólar og margt fleira.
„Við seljum líka svínseyru, svínstrýni og –hala sem eru afskaplega vinsælt sælgæti hjá hundum. Þessi vara er íslensk framleiðsla og hún er vottuð af Matvælastofnun. Þetta er hágæðavara sem eingöngu er framleidd fyrir PAK ehf.“
PAK eða Propac eins og fyrirtækið er oftast kallað er í eigu tveggja systkina, Önnu Ólafsdóttur, sem hér er rætt við, og bróður hennar, Kjartans Ólafssonar. Fyrirtækið var stofnað fyrir 11 árum en vöxtur þess kom eigendunum í opna skjöldu:
„Við stofnuðum þetta 1. apríl. 2005. Þetta byrjaði bara sem lítill rekstur í bílskúrnum og átti aldrei að verða svona stórt. En svo hefur bara gengið svo vel að þetta hefur stækkað og stækkað,“
segir Anna.
SP: En hvers vegna hefur ykkur gengið svona vel?
„Ég held það sé vegna þess að við höfum lagt rosalega mikið upp úr góðri þjónustu og góðri vöru, það er bara ekki í boði að vera með lélega vöru, og ég held að hreinleiki fóðursins gefi okkur mikla sérstöðu. Við gerum okkur líka far um að veita persónulega þjónustu, það er svo mikilvægt að gefa kúnnanum tíma, “
segir Anna Ólafsdóttir að lokum.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið, vöruúrvalið sem og vefverslunina má finna hér.