fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024

Skuldsett ríki horfa til Íslands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. apríl 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa viku hef ég setið ráðstefnu Alþjóðasambands starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Umræðuefnið er skuldsetning ríkja og hvað sé til ráða.

Frá ríkidæmi til örbirgðar

Það er engin tilviljun að ráðstefnan skuli haldin á Púertó Ríkó. Þótt nafnið eigi sér tilvísun í ríkidæmi frá tímum landafundanna um fimmtán hundruð, Hin ríka höfn, þá er nú svo komið fyrir þessari eyju sem tilheyrir Bandaríkjunum án þess þó að vera eitt ríkjanna fimmtíu heldur meira í ætt að nýlendusvæði, að þar jaðrar við þjóðargjaldþrot. Þess er beðið að fyrir miðjan apríl kveði Bandaríkjaþing upp úr með að Púertó Ríkó verði sett undir utanaðkomandi fjárhagsstjórn. Allir vita að það þýðir niðurskurð á niðurskurð ofan þar til jöfnuður hefur náðst í fjárlögum. Það eru ekki góðar fréttir fyrir fátækt fólk í Púertó Ríkó.

Við þekkjum þetta frá Reykjanesbæ

Skuldirnar eru að uppistöðu komnar til vegna tilrauna til að byggja upp trausta félagslega innviði í þessu fátæka ríki. Þegar í ljós kom að farið hafði verið of geyst var byrjað að selja ríkiseignir og einkavæða sem á síðan endanum kom í bakið á ríkinu með vaxandi útgjöldum, svipað og menn fengu að kynnast í Reykjanesbæ og víðar, eftir að eignir höfðu verið seldar og menn fóru að leigja í húsnæði sem áður hafði verið eigu bæjarins!

Engin undanbrögð leyfileg

Síðan vatt þetta upp á sig. Ríkið skuldsetti sig og viti menn, á himninum birtust hrægammar, sem okkur eru ekki ókunnir, og tóku að bjóða í eignir sem settar höfðu verið á brunaútsölu. Þeir keyptu líka kröfur á hendur ríkinu! Nú fór vítahringurinn að lokast og kreppan að dýpka. Á Púertó Ríkó er ekki um það að ræða að slá upp varnarmúrum með neyðarlögum og gjaldeyrishöftum að íslenskum hætti, því „nýlendan“ er á dollarasvæðinu og undir ströngu eftirliti háklerka kapítalismans í Washington sem leyfa engin neyðarlög til bjargar samfélagi.

Þrennt merkilegt við Ísland

Á ráðstefnunni var horft til Íslands og vildu menn einkum staðnæmast við þrennt. Í fyrsta lagi þykir merkilegt að almenningur skyldi hafa fengið færi á að segja sitt um Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með öðrum orðum, hafna milliríkjasamningi um fjárhagsleg málefni af þeirri stærðargráðu sem raun ber vitni. Þá þykir merkileg sú hugsun að réttur hins skuldsetta skuli hafa verið virtur í svokallaðri skuldaleiðréttingu. Í heimi eignarréttarins sé það jú fyrst og fremst réttur fjármagnshafans sem ráði. Í þriðja lagi þykir merkilegt að tekist hafi að rétta skuldahalla þjóðarbúsins eins og gert var með nýgerðum samningum við kröfuhafa.

Argentína beygir sig

Púertó Ríkó er ekkert einsdæmi um versnandi skuldastöðu fátækra ríkja, flest ríki Rómönsku Ameríku eiga við slíkan vanda að etja. Nú síðast beinast sjónir að Argentínu sem var að ganga að afarkostum hrægamma-kröfuhafa upp á himinháar upphæðir. Fyrrverandi forseti landsins, Cristina Fernandez de Kirchner, hafði kallað þá nákvæmlega þetta og neitað að semja við þá. Mauricio Macri, sem bar af henni sigurorð í forsetakosningum í haust, vildi hins vegar semja og hefur nú fengið þingið til að staðfesta samningana. Argentína varð nánast gjaldþrota 2001 og hefur staðið í málaferlum síðan, tapaði m.a. fyrir rétti í New York í haust. Þá kváðu við ströng varnaðarorð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að Argentínumenn skyldu sýna fjármagninu tilhlýðilega virðingu. Í framhaldinu risu varðstöðumenn kapítalismans með allt stofnanakerfi heimsins upp á afturfæturna með kröfuhöfum. Þess vegna ákváðu Argentínumenn að ganga að áður gerðum samningum sem vissulega fólu í sér nokkra lækkun frá ítrustu kröfum

Eru lánin siðleg?

Á ráðstefnunni í Púertó Ríkó beindust sjónir að Argentínu, Grikklandi, Íslandi og að sjálfsögðu Púertó Ríkó.
Verkalýðshreyfingin sló taktinn og vill snúa vörn í sókn. Krafan eigi að vera sú að skuldir ríkja verði rækilega skilgreindar, hvernig þær séu tilkomnar, hvort þær eigi sér yfirhöfuð lagalegar og siðferðilegar forsendur. Á þessum grunni verði baráttan síðan háð.

Ísland brást ekki í atkvæðagreiðslu

En á brattann er að sækja. Það minnir atkvæðagreiðslan í Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september okkur á. Þá voru greidd atkvæði um grundvallarreglur sem bæri að hlíta í samningum um þjóðarskuldir, m.a. um gagnsæi og að virða beri fullveldisrétt ríkja. Meirihluti ríkja heims samþykkti að vísu, en eisaríki kapítalismans voru á móti. Evrópusambandið taldi þessar reglur lagalega óskýrar, það sagði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn líka. Ísland samþykkti hins vegar. Það gladdi hjarta mitt að sjá að svo skuli hafa verið. Okkur er ekki alls varnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Dóra Björt lætur Sjálfstæðisflokkinn fá það óþvegið – Stolt að hafa haldið honum frá völdum í borginni

Dóra Björt lætur Sjálfstæðisflokkinn fá það óþvegið – Stolt að hafa haldið honum frá völdum í borginni
Kynning
Fyrir 3 klukkutímum

Boozt.com: Jólagjöf með týpuna í huga

Boozt.com: Jólagjöf með týpuna í huga
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Amorim gagnrýnir þennan þátt í leik Hojlund og segir að hann verði að bæta þetta

Amorim gagnrýnir þennan þátt í leik Hojlund og segir að hann verði að bæta þetta
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fólk steinhissa að sjá hver sat með Ferguson á vellinum í gær

Fólk steinhissa að sjá hver sat með Ferguson á vellinum í gær
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”

Gunnar Smári hraunar yfir nýja kosningaspá: „Safnhaugur misskilnings, dellu og vondra vinnubragða”
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum Grindvíkingurinn ráðleggur Amorim hvernig hann getur safnað pening á Old Trafford

Fyrrum Grindvíkingurinn ráðleggur Amorim hvernig hann getur safnað pening á Old Trafford
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Útlit Lindsay Lohan vekur upp spurningar – Hvað hefur hún látið gera við sig?

Útlit Lindsay Lohan vekur upp spurningar – Hvað hefur hún látið gera við sig?