Morgunblaðið segir frá því í dag að RÚV reyni að tryggja sér starfskrafta öflugra manna fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi.
Morgunblaðið segir að RÚV reyni að fá Guðmund Benediktsson á láni frá 365 miðlum. Það er þekkt stærð enda var Guðmundur lánaður til Símans þegar EM fór.
Guðmundur er fremsti knattspyrnulýsandi landsins og þvi reynir RÚV að fá hann í sínar ráðir.
Þá er unnið að því að Eiður Smári Guðjohnsen verði sérfræðingur RÚV í Rússlandi.
,,Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna, þetta skýrist vonandi nú í janúar,“ sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV við Morgunblaðið