Útvarpsmaðurinn Frosti Logason, annar stjórnenda hins vinsæla útvarpsþáttar Harmageddon og pistlahöfundur á Fréttablaðinu, svífur um á hamingjuskýi þessar dagana. Í síðasta mánuði trúlofaðist hann unnustu sinni, Helgu Gabríelu Sigurðar, og núna eru fleiri stórtíðindi að eiga sér stað í lífi Frosta, eða eins og hann skrifar á Facebook-síðu sína:
Einmitt þegar við héldum að lífið gæti ekki orðið betra bætist við einn lítill Frostason sem ætlar að gleðja okkur enn frekar um miðjan ágústmánuð. Ást og hamingja
Frosti og Gabríela eiga semsagt von á sveinbarni í ágústmánuði.