Smartbeds, 2. hæð í Firði, Hafnarfirði
Veggrúm eru mögnuð uppfinning sem í senn auka plássið í íbúðinni og prýða hana með fallegri mublu á daginn þegar rúmið er ekki í notkun, til dæmis hillusamstæðu eða skrifborði. Veggrúm hafa lengi notið hylli víða um Evrópu en eru nýjung hér á landi. Þeir Sigmundur Þór Árnason og Svavar Þorsteinsson opnuðu verslunina Smartbeds á 2. hæð verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður í Hafnarfirði fyrir nokkrum vikum, en verslunin sérhæfir sig í veggrúmum.
Smartbeds er nafn á ítölskum framleiðanda rúmanna sem þarna eru í boði. „Þetta er hannað með það að markmiði að spara fermetra og pláss. Þessi rúm hafa aldrei verið seld hér áður að mér vitandi en þetta hefur verið til í Evrópu áratugum saman og er vel þekkt þar, til dæmis hefur Smartbeds á Ítalíu starfað á þessum markaði í um 60 ár. Núna erum við að láta reyna á þetta hér,“ segir Sigmundur en veggrúmin geta bæði hentað þeim sem búa þröngt og þeim sem eru í stærra húsnæði:
„Þetta er áhugaverður kostur ef fólk vill til dæmis ekki hafa gestarúmið uppsett alla daga ársins ef aðeins er sofið í því örfáar nætur á árinu. Eins er þetta mjög hentug lausn fyrir þá sem búa þröngt til að nýta plássið. Við erum með línur í einbreiðum rúmum, hjónarúmum, kojum og öllu mögulegu, þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við erum til dæmis með mjög sniðug unglingarúm sem eru skrifborð á daginn en er svo breytt í rúm með einu handtaki á kvöldin, og hillusamstæður sem eru jafnframt tvíbreið rúm, svo dæmi séu tekin.“
Að sögn Sigmundar er það eins manns verk að draga rúmið út eða setja það inn og tekur aðeins fimm sekúndur. Fallegt útlit, fjölbreytni og gæði einkenna vörurnar:
„Þetta eru ítalskar vörur þar sem áhersla er lögð á fallega hönnun. Kaupandinn velur útlit og áklæði ásamt stærð. Hægt er að velja um tíu liti og fjórar gerðir af dýnum, þannig að þú stýrir bæði útlitinu og svefngæðunum,“ segir Sigmundur og bætir við að Smartbeds leggi jafnmikið upp úr svefngæðum og fallegu útliti:
„Það er ein af ástæðunum fyrir því að við völdum þennan framleiðanda. Við Svavar höfum verið lengi í þessum bransa og góður svefn er okkur alltaf ofarlega í huga þegar við veljum rúm til að selja Íslendingum. Það eru fjaðrandi botnar í öllum þessum rúmum sem auka vinnslugetu dýnunnar og þú getur valið um allt frá pokagormum upp í gormalaus gigtarefni eins og latex, kaldsvamp og memory foam.“
Smartbeds er með glæsilegan sýningarsal á 2. hæð í Firði en rúmin eru síðan pöntuð frá Ítalíu. Greitt er 30% verðsins við pöntun, Smartbeds sér um að panta rúmin að utan og þegar varan er komin er afgangur verðsins greiddur.
Að sögn Sigmundar er álíka einfalt að setja upp veggrúmin og að setja saman vörur frá IKEA: „Fólk getur sett þetta upp sjálft en fyrir þá sem vilja getum við vísað á smiði sem taka þetta að sér gegn greiðslu,“ segir Sigmundur.
Veggrúmin í Smartbeds eru nú á 15% tilboði sem gerir verðið sambærilegt og þau kosta á Ítalíu. Það er því um að gera fyrir áhugasama að líta inn í Fjörð og skoða úrvalið af veggrúmum í Smartbeds. Verslunin er opin virka daga frá 13 til 18 og á laugardögum frá 12 til 14. Síminn er 897 4707 og heimasíða er www.smartbeds.is.