Agla Steinunn Bjarnþórudóttir var rétt í þessu krýndur sigurvegari Biggest Loser Ísland. Agla Steinunn var um 116,6 kg kíló þegar keppnin hófst í haust. Hún er nú 61 kíló og missti því 55.6 kíló. Í öðru sæti varð Sigurgeir Jónsson. Verðlaunin fyrir sigurinn er ein milljón króna í beinhörðum peningum. Þá fær sigurvegarinn ennfremur ýmsar gjafir frá styrktaraðilum þáttarins.
Úrslitin voru kynnt í beinni útsendingu á Skjá einum nú fyrir stundu.
Þrír keppendur komust í úrslit, þau Agla Steinunn Bjarnþórudóttir, Olgeir Steinþórsson og Sigurgeir Jónsson. Eftir 9 vikur í æfingabúðum hafði Agla misst 32,2 kíló, Sigurgeir 37,4 og Olgeir 36,9 kíló. Síðan þá hafa þau þurft að halda áfram að léttast heima fyrir, stjórnað eigin mataræði og þurft að finna tíma fyrir æfingar og einkaþjálfara í sínu daglega lífi.