Ferskleiki og framandi bragð sem gleður bragðlaukana
Á austurlenska veitingahúsinu Bambus að Borgartúni 16 ræður Betty Wang ríkjum og sér til þess að ferskleiki og framandi bragð gleðji íslenska bragðlauka. Betty Wang segir að kokkurinn hennar, Mr. Zhang Qiana, sé frá Norður-Kína og eigi að baki átján ára reynslu af matreiðslu sem hann hafi safnað að sér víðs vegar að úr Asíu; frá stöðum eins og Nanjing-borg í Kína, Hong Kong og Singapúr og einnig starfað um borð í skemmtiferðaskipi.
Við erum bæði mjög hrifin af asískum mat og okkur þykir frábært að geta boðið Íslendingum ferskan slíkan mat og í leiðinni veitt þeim smávegis innsýn í asíska menningu. Mr. Zhang Qiana er afskaplega hrifinn af íslensku hráefni og biður fólk endilega að koma og prófa eldamennskuna hans,“ segir hún.
Að sögn Bettýjar er matseðillinn á Bambus fjölbreyttur og á honum er ekki bara að finna kínverska rétti heldur einnig þá gerð matar sem á rætur sínar að rekja til hinna ýmsu svæða í Asíu, eins og t.d. frá Indókína, Indlandi og Japan.
Þessa dagana kynnir veitingahúsið Bambus til leiks nýjan rétt á matseðlinum en það er djúpsteiktur, íslenskur þorskur, borinn fram með svörtu baunasósunni sem er svo vinsæl á Bambus. Allir gestir elska þessa heimalöguðu sósu sem er bæði bragðgóð og heilsusamleg.
„Staðurinn okkar er virkilega smart innréttaður og rúmgóður. Ég er einnig stolt af þjónustufólkinu mínu sem er faglegt og með þægilega nærveru. Allt hráefni úr eldhúsinu á Bambus er fyrsta flokks og kryddblöndurnar einstaklega bragðgóðar, enda búa kokkar staðarins yfir áralangri reynslu af asískri matargerð,“ segir Bettý.
Það er ávallt mikið að gera í hádeginu enda hefur fólk úr viðskiptalífinu í Borgartúni kunnað vel að meta þann framandi og spennandi mat sem borinn er fram á Bambus.
Bambus, Borgartúni 16, 105 Reykjavík. Sími: 517 – 0123.
Heimasíða