fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Betra Grip með Bridgestone gæðin í fyrirrúmi

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. apríl 2016 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Betra Grip ehf. var stofnað árið 2005 sem þjónustu og heildverslun með Bridgestone hjólbarða. Árið 2013 sameinaðist Betra Grip, Smur,- bón- og dekkjaþjónustunni sem hafði sérhæft sig í smur,- og dekkjaþjónustu og smáviðgerðum. Við sameininguna flutti Betra Grip starfsemi sína í Guðrúnartún 4. Betra Grip er umboðsaðili á Íslandi fyrir Bridgestone og flytur inn flestar stærðir hjólbarða og selur bæði í heild- og smásölu. Helstu vörumerkin frá Bridgestone eru; Bridgestone, Firestone, Bandag, Dayton og Seiberling.

Breitt úrval hjólbarða

Bridgestone framleiðir hjólbarða undir flestar tegundir farartækja undir vörumerkjunum Bridgestone og Firestone sem fást hjá Betra grip. Hinu einstöku Bridgestone Blizzak loftbóludekk eru einnig fáanleg fyrir flestar gerðir fólksbíla og jeppa. Bridgestone loftbóludekkin eru raunverulegur valkostur í stað hefðbundna nagladekkja. Þeir sem hafa prófað Blizzak loftbóludekk, segja allir sömu söguna um hve gott er að aka á þeim. Um er að ræða mikla mýkt og þægindi, minni umferðarhávaða og þau séu frábær á malarvegum.

Undir vörumerkjum Dayton og Seiberling eru framleiddir ódýrari fólksbílahjólbarðar í háum gæðaflokki. Seiberling vetralínan eru míkroskorin dekk sem eru í senn mjúk og hljóðlát. Þau henta vel sem heilsársdekk og hrinda vel frá sér vatni.

Undir vörumerkinu Bandag eru framleiddir sólaðir hjólbarðar. Bandag hefur í gegnum árin getið sér gott orð fyrir vandaða og endingargóða vöru. Hjá Betra grip nær úrvalið allt frá vönduðum fólksbíladekkjum upp í vinnuvéladekk.

Mynd: OHara

Mikil þekking innan fyrirtækisins

Fyrirtækið starfrækir hjólbarðaverkstæði í Guðrúnartúni 4. Starfsmennirnir eru með allt að 30 ára reynslu og þekkingu á sviði hjólbarða og ráðleggja viðskiptavinum sínum af einlægni og kostgæfni við rétt val á hjólbörðum. Betra Grip eru með opið alla virka daga frá kl. 08:00 til 17:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni