fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

„Ég er ekki vön að biðja um hjálp“

Leiklistarnám Jennýar Rutar í Los Angeles í uppnámi útaf framfærsluskerðingu LÍN – „Þungt högg að koma próflaus heim með milljónaskuld á bakinu“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 23. apríl 2016 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekki hvernig ég á að ná að klára námið og framfleyta börnunum mínum tveimur. Það væri afar þungt högg að koma heim próflaus og með milljónaskuld á bakinu,“ segir leiklistarneminn Jenný Rut Arnþórsdóttir í samtali við DV. Tilefnið er fyrirhuguð lækkun framfærslulána um 20% sem Lánasjóðu íslenskra námsmanna fyrirhugar sem gerir það að verkum að fjölmargir námsmenn erlendis sjá fram á möguleikar þeirra til að stunda háskólanám sitt eru í uppnámi.

Sjá einnig: Brynja óviss um að geta klárað læknanám í Ungverjalandi

Námið í uppnámi

Jenný Rut stundar nám í New York Film Academy en leiklistardeild skólans er staðsett í Los Angeles, höfuðborg kvikmyndaiðnaðarins í heiminum. Hún fór í áheyrnaprufur sem haldnar voru á Hilton-hótelinu hér heima og komst inn. „Þetta var einfaldlega rosalegt tækifæri sem ég gat ekki sleppt. Ég sá fram á að kostnaðurinn yrði mikill en ég hlaut sérstakan skólastyrk frá skólanum sem gerði það að verkum að dæmið átti að ganga upp. Kostnaðurinn hérna í Los Angeles varðandi húsnæði og skóla er hinsvegar afar mikill og framfærslulán LÍN sem mér stendur til boða er hlægilegt. Ég hef náð að skrimta hingað til en þessi fyrirhugaða 20% lækkun á framfærslulánum gerir það að verkum að námið mitt er í algjöru uppnámi. Ég veit í raun ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Jenný Rut.

„Ég er ekki vön að biðja um hjálp“

Á Facebook-síðu sinni skrifaði Jenný Rut færslu þar sem að útskýrði sína stöðu og bað ættingja og vini um hjálp ef að þeir væru aflögufærir. „Það var mjög erfitt skref og ég upplifði mikla skömm. Ég er ekki vön að biðja um hjálp,“ segir Jenný Rut. Það sem gerir stöðu hennar sérstaklega erfiða er að erlendir námsmenn hafa ekki leyfi til þess að stunda vinnu meðfram námi og því getur hún ekki aflað sér tekna með vinnu.
Jenný Rut á tvær annir eftir af náminu og hafði ráðgert að útskrifast í janúar 2017. „Ég er að byrja sumarönn núna sem er í raun alveg eins og hinar skólaannirnar. LÍN lánar hinsvegar enn minna í þá önn þrátt fyrir að ég hafi reynt ítrekað að útskýra hvernig fyrirkomulagið er hérna úti. Það er enginn skilningur hjá stofnuninni varðandi skólakerfi sem eru öðruvísi en það sem við búum við heima á Íslandi,“ segir hún. Síðan tekur við hefðbundin haustönn og þá á framfærslan að lækka um 20%. „Það væri hræðilegt að þurfa að leggja árar í bát núna. Ég hafði ráðgert að ljúka námi og búa hérna úti áfram í einhvern tíma eftir námið. Þeir sem ljúka háskólanámi í Bandaríkjunum fá eins árs atvinnuleyfi eftir námið og ég hugðist því freista gæfunnar hér enda mun fleiri atvinnutækifæri hér en heima,“ segir Jenný Rut.

Fyrir utan bardagann við LÍN segir Jenný Rut að henni líki lífið afar vel vestan hafs. „Það er frábært að búa hérna og ég fæ mikinn skilning útaf börnunum mínum tveimur í skólanum. Það þykir samt mjög óvenjulegt að vera í námi með börn,“ segir hún og hlær.

Hér má lesa færslu Jennýar á Facebook:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“