fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Litla garðbúðin: Fullt af fíneríi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. apríl 2016 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litla garðbúðin er lífstílsbúð sem selur svo miklu meira en bara garðvörur. Þar má t.d. finna feiknar úrval af ýmsum vörum fyrir heimilið eða bústaðinn sem valdar eru af kostgæfni. „Það nýjasta hjá okkur eru vörur frá danska fyrirtækinu GreenGate sem margir hafa mikið dálæti á enda einstaklega vandaðar og fallegar vörur sem endast vel,“ segir Dagrún Guðlaugsdóttir aðspurð um hvað sé „heitast“ í Litlu garðbúðinni.

„Þessum vörum hefur verið afar vel tekið hjá okkur og greinilega margir sem eru að safna GreenGate vörum. Annars eru ræktunarvörurnar aðal málið þessa dagana enda vor í lofti og garðyrkjuhugur kominn í landsmenn. Sífellt fleiri eru að rækta sitt eigið og það er gaman að fylgjast með því. Það þarf heldur ekki að vera svo flókið. Við erum t.d. með frá NelsonGarden eins konar „ræktunarkitt“ sem tekur lítið pláss og allt er tilbúið til að hefjast handa, einungis þarf að vökva. Engin þörf á einhverjum grænum fingrum ef áhuginn er fyrir hendi.“

Mynd: © Pictures by Bonnevier 2014

Vinsælar sumargjafir

Nú styttist í sumardaginn fyrsta og margir landsmenn halda í heiðri þann gamla sið að gefa sumargjöf í tilefni dagsins. Í Litlu garðbúðinni fást fjölbreyttar vörur þannig að auðvelt ætti að vera að finna réttu gjöfina. En hvað er vinsælt að gefa í sumargjafir? „Það er svo margt enda af nógu að taka“, segir Dagrún. „Fræ eða garðverkfæri fyrir börn og fullorðna eru t.d. alltaf sígild og góð gjöf. Sælkeravörurnar okkar eru líka alltaf vinsælar gjafir, t.d. salt og ýmis konar krydd, sultur, sinnep og sælgæti. Margir eru líka að safna bollum frá okkur og finnst ómissandi að fá bolla í safnið í sumargjöf.“

Mikið úrval í vefversluninni

„Sumardagurinn fyrsti er reyndar alltaf í sérsöku uppáhaldi hjá okkur og einkennist af gleði. Við kjósum að hafa búðina lokaða á þessum hátíðisdegi þannig að gott er að vera tímanlega ef kaupa á réttu gjöfina. Úrval af vörum er einnig að finna í vefverslunni og er sent frítt innanlands ef pantað er fyrir 3.500 kr.,“

segir Dagrún.

Mynd:

Kynning á kryddjurtaræktun

Laugardaginn 16. apríl verður opið kl. 12-16 í verslunni. Auður Rafnsdóttir kynnir bók sína Kryddjurtarækt fyrir byrjendur kl. 12-14 og gefur góð ráð.

Litla garðbúðin, Höfðabakka 3, sími: 587 2222
www.litlagardbudin.is
www.facebook.com/LitlaGardbudin

Mynd: Ej för publisering på elektroniska media

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni