Hans persónulegasta saga til þessa – Gefin út á fullu tungli
Forsetaframbjóðandinn og skáldið Andri Snær Magnason fagnaði útgáfu nýjustu bókar sinnar Lególands, með dálitlu teiti á Loft Hostel á föstudagskvöldið.
Það er Tunglið Forlag sem gefur út bókina, en hún er hluti af ritröð bóka sem koma út á fullu tungli, og hver þeirra aðeins í 69 eintökum sem eru aðeins seld á útgáfukvöldinu.
Andri Snær segir á Facebook-síðu sinni að bókin sé persónulegasta saga hans til þessa. Hún fjallar um fyrstu ferð hans í Lególand í Danmörku þegar hann var 26 ára, í skugga sjálfsvígs í vinahópi hans úr Árbænum.