Virkar á allt nema Bó
„Þetta var alveg magnað. Ég hef notað þennan fídus þegar ég hef tekið myndir af styttum, dýrum, fólki og bara öllu og alltaf hefur það virkað,“ segir Sóli. „Nema núna, þá harðneitaði forritið að svissa. Við breytum ekki því sem er fullkomið. Það er bara þannig. Við höggum þessu ekkert frekar“ bætir Sóli við léttur í bragði.
Í gær voru þeir félagarnir Björgvin Halldórsson og grínistinn Sóli Hólm að skemmta fyrir norðan á Akureyri. Þeir ákváðu baksviðs að taka Snapchat með fídusnum sem býður upp á svokallað „faceswap“ eða andlitsskipti sem hefur verið afar vinsæll hjá notendum forritsins. Með þessum fídus færast andlitin á milli einstaklinga, sem hefði átt að láta Sóla fá andlit Björgvins og Björgvin andlit Sóla. Það var hins vegar ekki samþykkt af forritinu þar sem aðeins Sóli fékk andlit hans en Björgvin ekki andlitið hans Sóla. „Við breytum þessum ekkert þar sem forritið hefur tekið ákvörðun um þetta mál,“ segir Sóli.