fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Kjúklingastaðurinn Suðurver

Kynning

Á sér tæplega hálfrar aldar sögu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. apríl 2016 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skorpan á kjúklingabitunum á Kjúklingastaðnum Suðurver er afar rómuð og þykir einstaklega ljúffeng og fersk, viðkoman er ekki blaut eins og víða tíðkast á kjúklingaréttastöðum heldur mátulega safarík. Jón Eyjólfsson, eigandi staðarins, segir að margir hafi falast eftir uppskriftinni að kryddleginum sem myndar skorpuna en sú uppskrift muni ávallt verða leyndarmál.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Líkt og gildir um kryddblönduna á kjúklinginn eru sósur og salöt búin til frá grunni á staðnum og þetta meðlæti er alltaf ferskt og nýtt. Hrásalatið er hið upprunalega Stjörnusalat sem á sér áratuga sögu en brún kjúklingasósan er einstaklega lúffeng, það fékk blaðamaður DV að reyna, sem heimsótti staðinn og bragðaði kjúklingabita, hrásalat, kjúklingasósu og kokteilsósu – en allt reyndist þetta afar bragðgott, ljúffengt og ferskt.

Ekki síst eru frönsku kartöflurnar góðar en þar velur Jón alltaf hráefni úr hæsta gæðaflokki. Fjölmargir koma við á helgarrúntinum og kaupa stóran skammt af frönskum – og ekkert annað.
Kjúklingastaðurinn Suðurver stendur á gömlum grunni frá árinu 1967 og verður því hálfrar aldar gamall á næsta ári.

Hann hét áður Hlíðagrill. Staðurinn hefur notið stöðugra vinsælda í gegnum tíðina og margir viðskiptavinir staðarins í dag borðuðu áður á Hlíðagrilli í gamla daga.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Núverandi eigandi, Jón Eyjólfsson, tók við rekstrinum fyrir tíu árum, og segir hann að viðskiptavinaflóran sé þverskurður af samfélaginu og margar kynslóðir sækja staðinn. Til dæmis er hann vinsæll meðal nemenda í skólunum í nágrenninu, Versló, MH og Hlíðaskóla, en fyrrverandi nemendur skólanna frá tíma Hlíðagrills, eru einnig reglulegir gestir, en margir þeirra eru þekktir einstaklingar í samfélaginu í dag.

Síðast en ekki síst er Kjúklingstaðurinn Suðurver afar vinsæll hjá fjölskyldufólki. Margir kjósa að njóta veitinganna í huggulegu umhverfi á staðnum en þeir sem vilja frekar borða heima taka matinn með sér. Afgreiðsla er þykir með afbrigðum hröð enda hefur verið þróað skipulag á staðnum sem tryggir hraða og góða þjónustu.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni