fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Auðæfi Prince metin á tugi milljarða: Óvíst hver erfir eigur hans

Ekki útilokað að einhver hluti fari til Votta Jehóva

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 23. apríl 2016 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Prince sem féll frá í fyrradag, 57 ára að aldri, hafði á áratugaferli sínum sem einn fremsti tónlistarmaður heims þénað milljónir Bandaríkjadala á plötusölu og tónleikum.

Talið er að auðæfi Prince séu metin á sem nemur 36 milljarða íslenskra króna, eða tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Prince var ókvæntur og barnlaus þegar hann féll frá svo óvíst er hver mun erfa öll auðæfin. Prince eignaðist soninn Gregory með fyrrverandi eiginkonu sinni, Mayete Garcia, en hann lést aðeins viku eftir að hann kom í heiminn. Þá missti Mayete fóstur skömmu síðar.

Breska blaðið Mirror velti þessu upp á vef sínum en þar kemur fram að ekki sé útilokað að einhver hluti auðæfanna muni renna til Votta Jehóva sem Prince skírðist til skömmu upp úr aldamótum. Það mun þó allt velta á því hvað kemur fram í erfðaskrá tónlistarmannsins. Fari svo að hann hafi ekki útbúið erfðaskrá er talið víst að allar hans eignir muni renna til systur hans, Tyka Nelson.

Eftir að það spurðist út að Prince væri fallinn frá hafa margir keypt plöturnar hans og eru tvær þeirra nú í hópi tuttugu vinsælustu platna Bandaríkjanna. Fullyrt hefur verið að Prince hafi átt gríðarlegt magn af óútkomnu efni í hvelfingu á heimili sínu í Minneapolis. Hafa sumir gengið svo langt að halda því fram að þar séu að finna hátt í tuttugu þúsund lög sem aldrei hafa heyrst opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi