fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Gretu finnst Doddi litli hafa gengið of langt: Er þetta lélegasta lag sögunnar?

Ekki uppbyggileg gagnrýni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er lélegast lag Eurovision-sögunnar frá upphafi,“ sagði Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli, um framlag Rúmeníu í Eurovision, í þættinum Alla leið. Líkt og hefur komið fram áður í fréttum fá keppendur ekki að stíga á svið þar sem rúmenska ríkissjónvarpið er í skuld upp á 200 milljónir við Samband evrópskra sjónvarpsstöðva.

Friðrik Dór, Selma Björnsdóttir og Doddi litli ræddu um lagið í þættinum og voru nokkuð óvægin í umfjöllun sinni. Sagði Doddi lagið það lélegasta í sögunni og Friðrik Dór að atriðið væri eins og búningapartý í Öskjuhlíðinni.

Greta Salóme, sem flytur framlag Íslands í keppninni í næsta mánuði, segir leiðinlegt að verða vitni að neikvæðninni í garð lagsins. Segir Greta að hún hafi hitt söngvarann í Amsterdam og London og hann hafi verið einstaklega jákvæður og góður við aðra keppendur. Þá hafi hann komið vel fram við systur Gretu sem finnst að álitsgjafar þurfi að vanda sig í sjónvarpi. Hún segir um dómhörku Dodda:

„Það að fullyrða að eitthvað sé lélegasta lag frá upphafi er ekki beint uppbyggileg gagnrýni. Eigum við ekki að setja skoðanir okkar í aðeins vandaðri búning í stað þess að gera lítið úr fólki? Sérstaklega í fjölskyldusjónvarpsefni þar sem krakkar eru að horfa.“

Lagið má sjá fyrir neðan. Spurningin er því: Hefur Doddi rétt fyrir sér?

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=BUQp3405lNI&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur áhyggjufullir um Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband

Aðdáendur áhyggjufullir um Rachael Ray eftir að hún birti þetta myndband
Fókus
Í gær

Elton John á batavegi eftir svæsna augnsýkingu

Elton John á batavegi eftir svæsna augnsýkingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“