fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Framúrskarandi árangur með epoxýefni

Kynning

Epóverk, Laugalæk 59

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. apríl 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Epóverk er lítið og traust fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vinnu með hið slitsterka efni epoxý, sem er orðið mjög vinsælt til notkunar jafnt í iðnaðar- sem íbúðarhúsnæði. Hægt er að nota efnið bæði á gólf og veggi og það býður upp á óteljandi möguleika til notkunar. Epóverk tekur að sér bæði að leggja gólf með epoxý og klæða veggi með efninu, auk þess að mála með epoxýmálningu. Á myndum sem fylgja greininni má sá glæsilegan árangur af notkun efnisins með traustum og fagmannlegum vinnubrögðum Epóverks.

Epoxýgólf

Þar sem epoxý er lagt myndast sléttur flötur, laus við samskeyti og fúgur. Gólfin verða því mjög auðveld í þrifum og þola dagleg þrif, hvort sem er með moppum eða skúringavélum. Sem fyrr segir er epoxý afar slitsterkt efni og gólfið helst fallegt um langa tíð. Epoxý hentar jafnt á gólf í iðnaðarhúsnæði og íbúðum.

Epoxýsteinteppi

Epoxýsteinteppi henta afskaplega vel á gólf í iðnaðarhúsnæði, verslunum, skólum og stofnunum. Þau eru geysilega slitsterk og mjög auðveld í þrifum. Hægt er að velja um grófleika efnisins og blanda saman litum. Þetta gólfefni krefst afar lítils viðhalds og endist mjög lengi.

Epoxýmálning

Epóverk málar gólf og veggi með epoxýmálningu. Málningin er afar slitsterk og hentar vel fyrir bílskúra, geymslur og iðnaðarhúsnæði. Epoxýmálningin er til í nokkrum mismunandi litum.

Epóverk „Allt upp á 10″

Epóverk leggur mikla áherslu á traust og fagleg vinnubrögð og gott samstarf við viðskiptavini. Fyrirtækið gerir föst tilboð í verk og leggur áherslu á að uppfylla óskir viðskiptavina í samvinnu við þá. Hefur fyrirtækið gott orð á sér fyrir vandvirkni og meðal annars segir ánægður viðskiptavinur, Halldór Halldórsson, um þjónustu fyrirtækisins á Facebook:

„Mjög vandvirkur og ber sig fagmannlega. Er í skýjunum með nýja epoxýgólfið mitt. Allt upp á 10″.

Fjölmargir viðskiptavinir gefa fyrirtækinu hæstu einkunn á Facebook, fimm stjörnur.

Á heimasíðu fyrirtækisins, www.epoverk.is, eru gagnlegar upplýsingar og fjöldi ljósmynda af verkefnum.

Epóverk ehf. er til húsa að Laugalæk 58, 105 Reykjavík.
Til að fá frekari upplýsingar um þjónustuna og/eða panta verkefni er best að hringja í síma 777-2053 eða 537-0071.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni