fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

BDSM félagið samþykkt inn í Samtökin 78 í annað sinn

Margir ósáttir: „Mikið er þetta sorglegt“ segir Ingibjörg Sólrún

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. apríl 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er á suðupunkti í Samtökunum 78, eftir að aðild BDSM samtakanna var samþykkt á annað sinn á félagsfundi í gær.

Forsaga málsins er sú að BDSM samtökin sóttu um hagsmunaaðild að Samtökunum 78 fyrir aðalfund þeirra sem haldinn var þann 5. mars síðastliðinn. Aðildin var samþykkt af fundarmönnum en í kjölfarið var aðalfundur véfengdur á grundvelli þess að til hans hefði ekki verið boðað með lögmætum hætti.

Stjórn Samtakanna fékk Björgu Valgeirsdóttur lögmann til að fara yfir málið í kjölfar aðalfundarins og var niðurstaða hennar sú að stjórninni hefði verið skylt að leggja umsókn BDSM félagsins fyrir aðalfund. Á minnisblaði Bjargar er ítarleg yfirferð sem má nálgast hér.

Boðað var til almenns félagsfundar Samtakanna 78 í gær, 9. apríl. Á fundinum var aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum samþykkt í annað sinn. Í fundarboði stjórnar segir meðal annars:
„Komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að þar sem að félagsfundur fer með æðsta vald í málefnum Samtakanna ’78 á milli aðalfunda, þá sé það í höndum félagsfundar að taka ákvörðun um næstu skref, stjórnin hafi ekki vald til þess. Því mun ákvörðun um næstu skref liggja hjá honum.“
Í aðdraganda fundarins stóðu Samtökin fyrir opnum umræðufundi undir yfirskriftinni „Hvað er hinsegin?“. Þar gafst félagsmönnum og öðru áhugafólki um hinsegin málefni tækifæri til að skiptast á skoðunum.

Segja má að deilan standi um það hvort BDSM fólk eigi hagsmuna að gæta sem svipar á einhvern hátt til þeirra hagsmuna sem Samtökin 78 hafa hingað til gætt fyrir sína félagsmenn. Einnig hefur BDSM fólk haldið uppi umræðu um að sumir upplifi BDSM sem sína kynhneigð, og hefur sú umræða verið vaxandi síðustu ár í okkar heimshluta. Þessu eru margir ósammála. Þess má geta að þegar tvíkynhneigðir börðust fyrir sínum tilverurétti innan samtakanna voru ýmsir ósáttir. Einnig hafa margir bent á að transfólk og samtök þeirra Trans Ísland hafi aðild að Samtökunum – en eins og menn vita hefur trans ekkert með kynhneigð að gera.

Félagsmaður Samtakanna 78, sem kýs nafnleynd að svo stöddu, sagði eftirfarandi í samtali við DV: „Það er augljóst að þau sem ekki vilja BDSM sem aðildarfélag að Samtökunum 78, ætla sér að hrekja í burtu stjórn og starfsmann. Þau ætla sér að fá sínu framgengt, þrátt fyrir að félagsfólk hafi nú þegar tvisvar sinnum kosið um þessa aðild og tvisvar sinnum boðið BDSM velkomin. Ef þetta er ekki ömurleg taktík til að ná sínu framgengt þá veit ég ekki hvað. Hvað halda þessir einstkalingar að myndi gerast á nýjum aðalfundi?“

Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi segir í samtali við DV að stjórn félagsins fagni ákvörðun félagsfundar Samtakanna. „Við erum bæði rosalega ánægð yfir stuðningnum og viðurkenningunni en sorgmædd yfir þeim leiðindum sem þetta hefur valdið.“

Fjölmargir hafa tjáð sig í opnum færslum á samfélagsmiðlum frá því að fundi lauk í gær. Þar á meðal er Hrafnhildur Gunnarsdóttir, kvikmyndagerðarkona:

Við stöðufærslu hennar setur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eftirfarandi athugasemd:

Tora Victoria, listakona, tekur mildari afstöðu og ritar eftirfarandi athugasemd:

Þúsundþjalasmiðirnir Beggi og Pacas virðast líka ósáttir, ef marka má þeirra athugasemd við færslu Hrafnhildar:

Sumir, þar á meðal Anna Benkovic Mikaelsdóttir, hafa ákveðið að segja sig úr Samtökunum 78 í kjölfar þeirrar ólgu sem aðild BDSM á Íslandi hefur hrundið af stað:

Jón Aðalbjörn Jónsson telur það ekki hlutverk Samtakanna að fræða um BDSM-hneigð:

Svanfríður Anna Lárusdóttir birtir ítarlega færslu á sinni facebook síðu þar sem hún lýsir vantrausti á stjórn Samtakanna:

Í sama streng tekur Kristín Sævarsdóttir:

Stjórn Samtakanna 78 mun gefa út yfirlýsingu ásamt því að gera fundargerð gærdagsins opinbera innan skamms. DV fylgist með málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“