fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Sigurbjörn úr Biggest Loser: „Er að reyna að fyrirgefa“

Missti 93 kíló – Lenti í grófu einelti á unglingsárunum – Mætir í ræktina fullur tilhlökkunar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. apríl 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyringurinn Sigurbjörn Gunnarsson vakti mikla athygli í þáttunum Biggest Loser fyrr í vetur. Hann bar sigur úr bítum í heimakeppninni en í heildina missti hann 93 kíló. Í viðtali í nýjasta tölublaði Akureyri vikublaðs segir Sigurbjörn frá grófu einelti sem hann lenti í á unglingsárunum.

Þegar Sigurbjörn hóf þátttöku var hann 203 og því missti hann 45 prósent af líkamsþyngd sinni sem er stórkostlegur árangur. Í viðtalinu segist hann hafa upplifað blendnar tilfinningar þegar í ljós kom að hann hafði verið valinn til þátttöku í þáttunum.

„Ég var feginn en samt líka hræddur og stressaður yfir því hvað ég væri búinn að koma mér út í. Svo þegar ég var sendur heim var ég hræddur um að detta í sama farið. Ég vissi að það væru tveir möguleikar; að falla svakalega eða gera þetta almennilega. Ég er ennþá hræddur um að klúðra þessu en ekki jafn mikið og áður,“ segir hann og bætir við að hann eigi gott bakland og hlakki til að mæta í ræktina á hverjum degi.

Sem fyrr segir lenti hann í grófu einelti á sínum yngri árum sem varð til þess að hann lokaði sig af félagslega. Hann segir að æska hans hafi verið góð og hann hafi verið á fullu í starfi skátanna.

„Lífið var gott þar til ég byrjaði í Gagganum en þar lenti ég í mjög slæmu einelti. Skátarnir björguðu mér. Lífið í skólanum og á leiðinni heim var ömurlegt en eftir skóla var ég með félögunum í Skátunum og leið vel. Ég var alls ekki eina skotmarkið hjá þessum hópi. Það voru fleiri sem urðu fyrir barðinu á þeim,“ segir hann og bætir við að skólayfirvöld hafi reynt að skerast í leikinn án árangurs og málið hafi orðið það alvarlegt að foreldrar hans hafi fundið sig knúna til að hafa samband við lögreglu. Eftir þetta hafi hann lokað á fólk og eytt meiri tíma heima einn í tölvunni.

Í viðtalinu segist hann ekki hafa gert sér grein fyrir áhrifum eineltisins á líf sitt fyrr en í spjalli við krakkana á Ásbrú. „Þau gerðu mér grein fyrir því að þótt ég hefði ríghaldið í reiðina í öll þessi ár höfðu gerendurnir sjálfir gleymt þessu og haldið áfram með sitt líf. Þegar ég skildi það leið mér strax betur og tókst að losa mig við mikið af þessari reiði og þá var eins og þungu fargi væri af mér létt. Ég er að reyna að fyrirgefa. Einhver af þeim hafa, eftir þáttinn, hringt og beðið mig afsökunar og næst á dagskrá er að hitta þau. Það er „reunion“ hjá okkur í sumar og ég ætla að mæta og spjalla við þau og vonandi skemmta mér með þeim,“ segir Sigurbjörn í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Í gær

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings
Fókus
Í gær

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf
Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“