fbpx
Fimmtudagur 05.september 2024
Fókus

Öryrki ávarpar Vigdísi Hauksdóttur: „Held að þú ættir að sjá sóma þinn í því að segja af þér“

„Ég lít á það sem fulla vinnu að vera með verki allan sólahringinn“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 20. apríl 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er hreinlega orðið ógeðslegt hvað þú talar niður til öryrkja. Held að þú ættir að sjá sóma þinn í því að segja af þér stöðu þinni sem alþingismaður þar sem þú ert ekki að starfa fyrir þjóðina lengur,“ ritar Sigurður Ágúst Hreggviðsson öryrki í opnu bréfi til Vigdísar Hauksdóttur, formaður fjárlaganefndar og þingkonu Framsóknarflokksins. Vigdís lét þau orð falla í umræðum um fjáraukalög á Alþingi í vetur að eðlilegt væri að öryrkjar væru með lægri ráðstöfunartekjur þar sem að kostnaður fylgi því að vera í vinnu og með börn á leikskóla.

Líkt og greint var frá á Eyjunni í desember sagði Vigdís að fjárlaganefnd hefði í vetur skoðað hversu óeðlilega hátt hlutfall öryrkja er hér á landi miðað við í nágrannalöndunum. 10 prósent vinnubærra manna á Íslandi væru skráðir öryrkjar sem væri mjög óeðlilegt. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að lægstu laun og bætur séu sama krónutalan. Mjög óeðlilegt. Það kostar að vera í vinnu, það kostar að hafa börn á leikskóla. Þannig að ég lýsi nokkurri ábyrgð yfir á verkalýðshreyfingu þessa lands að hafa ekki barist betur fyrir kjörum þeirra sem lægstu launin hafa. Þetta kannski stingur einhvern og það vill enginn vera öryrki og það er ekki það sem líf sem allir vilja.“

Sigurður birti í gær opið bréf til Vigdísar á facebook og „taggar“ þar þingkonuna í færslu sinni. Í samtali við DV.is kveðst hann hafa verið 75 prósent öryrki síðan árið 2007 vegna verkja í fótum. „Stuttar ferðir eru í lagi en langar ferðir eru ómögulegar og svo eru verkir allan sólarhringinn,“ segir hann en aðspurður segir hann að þingkonan hafi ekki enn svarað bréfi hans.

Sigurður er giftur,þriggja barna faðir en eiginkona hans vinnur úti í 50 prósent starfi, enda þarf hún einnig að sjá um allt sem tengist heimilisstörfunum.

„Svo að krefjast þess að hún sé í 100 prósent starfi og heimilisstörfum að auki væri hreinlega til of mikils mælst af einni manneskju,“ ritar Sigurður í bréfinu en bætir við að börn þeirra hjóna hjálpi til heima fyrir.

„Þó að ég sé öryrki þá á ég samt börn og þarf að sjá fyrir þeim og það er bara ekki neitt ódýrara fyrir mig að eiga börn þó að ég sé öryrki eins og má lesa úr orðum þínum. („Það kostar að vera í vinnu“) Ég lít á það sem fulla vinnu að vera með verki allan sólahringinn alla daga árs og fá aldrei frí frá þeirri vinnu. Ekkert sumarfrí, jólafrí, páskafrí eins og þú færð.“

Sigurður segir að að sökum verkja þurfi hann að kaupa lyf alla mánuði ársins. „Nú veit ég ekki þína stöðu en með laun alþingismanns þá ertu væntanlega ekki á flæðiskeri stödd með peninga og myndi ekki taka eftir „smá“ lyfja og lækniskostnaði.“

Vigdís lét meðal annars þau orð falla fyrr í vetur að í tölum Tryggingastofnunar komi fram að á bilinu 9 til 10 milljarðar króna liggi í svikum í bótakerfinu á hverju ári og það hafi komið fram hjá Ríkisskattstjóra að það liggi um 80 milljarðar króna í skattsvikum. Sigurður segir þetta rangt:

„Þessir 100.000.000 sem þú telur að vanti í skattinn koma ekki frá öryrkjum því þó þeim langi að vinna svart þá er það bara ekkert í boði þar sem flestir eru bara ekkert færir um að vinna. Væntanlega er þessi peningur skattsvik frá fyrirtækjum og einstaklingum sem eru í vinnu – og eiga tortóla reikninga.“

Hann endar pistil sinn á því að kalla kalla viðhorf þingkonunnar til öryrkja „ógeðslegt“:

„Ég held að þú ættir að sjá sóma þinn í því að segja af þér stöðu þinni sem alþingismaður þar sem þú ert ekki að starfa fyrir þjóðina lengur. Þú og þinn flokkur sem og samstarfsflokkur þinn hafið lítið sem ekkert traust og eina sem þið gerið núna er að ríghalda í völdin því þið getið ekki þolað að missa þau til fólks sem vill í raun vinna að velferð landsmanna allra en ekki bara útvalina flokksgæðinga, auðmanna og útgerðana í landinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Fókus
Í gær

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings

Bensi og Sunneva hugsa sér til hreyfings
Fókus
Í gær

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf

Hinn fimmtán ára Oddur Bjarni leggur til SKVÓP matseðil í grunnskólum landsins – Hefur sent forsetanum bréf
Fókus
Í gær

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu

Margar spurningar leituðu á hugann þegar óléttuprófið reyndist jákvætt nokkrum dögum eftir að þau komu heim af sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu

Ragnhildur veit leyndarmálið á bak við betri heilsu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning

Vikan á Instagram – Kroppamyndataka á hótelherbergi og skvísufrumsýning
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“

„Ég myndi ekki vilja að dóttir mín væri í sambandi með manni eins og mér“