Íslandsvinir bjóða fjölbreyttar ferðir
Ferðaskrifstofan Íslandsvinir býður í sumar og haust upp á fjölbreytt úrval göngu- og hjólaferða til Evrópu, í fararstjórn reyndra fararstjóra. Brandur Jón Guðjónsson er ábyrgðaraðili utanlandsferða Íslandsvina: „Ferðirnar okkar eru hugsaðar fyrir hvern þann sem hefur löngun til þess að fara ÚT og reyna passlega mikið á sig, en einnig að upplifa nýtt umhverfi, landslag, loftslag, gróðurfar og dýralíf, að ógleymdri menningu. Það er margsannað að fólk sem skellir sér með í svona ferð kemur, þrátt fyrir smá puð, heim aftur vel úthvílt og sælt og tilbúið að takast á við hversdaginn, uppfullt af skemmtilegum minningum. Og mjög oft myndast traust vinabönd sem endast alla ævi, eftir sameiginlega upplifun.“
Ferðirnar sem Íslandsvinir bjóða upp á í ár eru að sögn Brands til áhugaverðra staða:
„Hjólaferðirnar eru fimm: að Gardavatninu á Ítalíu, tvær meðfram Dóná í Austurríki, frá fjöru til fjalls í Slóveníu og um eyjar í Kvarner-flóanum í Króatíu. Og síðan eru fjórar gönguferðir: að Gardavatninu á Ítalíu, um fallegt svæði í Noregi, uppi í Tíról í Austurríki og umhverfis Mont Blanc þar sem farið er um Frakkland, Ítalíu og Sviss, og allar eru þessar ferðir að sjálfsögðu hver annarri áhugaverðari“ segir Brandur og bætir við að vissulega séu þær miserfiðar, en að allir ættu að geta fundið sér ferð við hæfi.
Spurður hvort að hann vilji nefna einhverja eina ferð sérstaklega segist hann helst ekki vilja það því þá komi að sjálfsögðu upp þessi sígildi frasi um að maður geri ekki upp á milli barnanna sinna:
„Nei, því miður legg ég ekki í það, en ég get í hverju tilfelli fyrir sig lofað góðu ferðalagi um fallegar slóðir og að við öll sem erum fararstjórar í þessum ferðum leggjum okkur fram við að gera hverja ferð sem besta fyrir hvern þann sem með okkur kemur,“ segir Brandur og bætir við: „Við erum stolt af úrvalinu og ég vil hvetja þá sem enn eiga eftir að ákveða hvort eða hvert á að fara í ár til þess að kíkja inn á heimasíðuna okkar til þess að skoða spennandi ferðir, og þar sést einnig að við erum með valkosti sem henta nánast hverjum sem er.“
http://islandsvinir.is/ | https://www.facebook.com/islandsvinir/ | info@explorer.is | sími 5109500