fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Heillandi útivistarferðir um náttúruperlur Evrópu

Kynning

Íslandsvinir bjóða fjölbreyttar ferðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. apríl 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir býður í sumar og haust upp á fjölbreytt úrval göngu- og hjólaferða til Evrópu, í fararstjórn reyndra fararstjóra. Brandur Jón Guðjónsson er ábyrgðaraðili utanlandsferða Íslandsvina: „Ferðirnar okkar eru hugsaðar fyrir hvern þann sem hefur löngun til þess að fara ÚT og reyna passlega mikið á sig, en einnig að upplifa nýtt umhverfi, landslag, loftslag, gróðurfar og dýralíf, að ógleymdri menningu. Það er margsannað að fólk sem skellir sér með í svona ferð kemur, þrátt fyrir smá puð, heim aftur vel úthvílt og sælt og tilbúið að takast á við hversdaginn, uppfullt af skemmtilegum minningum. Og mjög oft myndast traust vinabönd sem endast alla ævi, eftir sameiginlega upplifun.“

Ferðirnar sem Íslandsvinir bjóða upp á í ár eru að sögn Brands til áhugaverðra staða:

Þeir eru margir tignarlegir fjallasalirnir í nágrenni Mont Blanc. Íslandsvinir verða með ferð síðsumars þegar genginn verður TMB-hringurinn umhverfis tindinn (Tour du Mont Blanc).
Þeir eru margir tignarlegir fjallasalirnir í nágrenni Mont Blanc. Íslandsvinir verða með ferð síðsumars þegar genginn verður TMB-hringurinn umhverfis tindinn (Tour du Mont Blanc).

„Hjólaferðirnar eru fimm: að Gardavatninu á Ítalíu, tvær meðfram Dóná í Austurríki, frá fjöru til fjalls í Slóveníu og um eyjar í Kvarner-flóanum í Króatíu. Og síðan eru fjórar gönguferðir: að Gardavatninu á Ítalíu, um fallegt svæði í Noregi, uppi í Tíról í Austurríki og umhverfis Mont Blanc þar sem farið er um Frakkland, Ítalíu og Sviss, og allar eru þessar ferðir að sjálfsögðu hver annarri áhugaverðari“ segir Brandur og bætir við að vissulega séu þær miserfiðar, en að allir ættu að geta fundið sér ferð við hæfi.

Það er létt að renna um á reiðhjóli eftir sléttum og góðum hjólastígunum meðfram Dóná. Í svona hópferðum myndast yfirleitt góður vinskapur og samheldnin verður mikil.
Það er létt að renna um á reiðhjóli eftir sléttum og góðum hjólastígunum meðfram Dóná. Í svona hópferðum myndast yfirleitt góður vinskapur og samheldnin verður mikil.

Spurður hvort að hann vilji nefna einhverja eina ferð sérstaklega segist hann helst ekki vilja það því þá komi að sjálfsögðu upp þessi sígildi frasi um að maður geri ekki upp á milli barnanna sinna:

Í langri göngu- eða hjólaferð er nauðsynlegt að gæta vel að vökvabúskap líkamans, og þessi drykkur á því sérlega vel við í gönguferð sem heitir „Brölt og Bjór“.
Í langri göngu- eða hjólaferð er nauðsynlegt að gæta vel að vökvabúskap líkamans, og þessi drykkur á því sérlega vel við í gönguferð sem heitir „Brölt og Bjór“.

„Nei, því miður legg ég ekki í það, en ég get í hverju tilfelli fyrir sig lofað góðu ferðalagi um fallegar slóðir og að við öll sem erum fararstjórar í þessum ferðum leggjum okkur fram við að gera hverja ferð sem besta fyrir hvern þann sem með okkur kemur,“ segir Brandur og bætir við: „Við erum stolt af úrvalinu og ég vil hvetja þá sem enn eiga eftir að ákveða hvort eða hvert á að fara í ár til þess að kíkja inn á heimasíðuna okkar til þess að skoða spennandi ferðir, og þar sést einnig að við erum með valkosti sem henta nánast hverjum sem er.“

http://islandsvinir.is/ | https://www.facebook.com/islandsvinir/ | info@explorer.is | sími 5109500

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni