fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Platinum: Þýskt hágæða hundafóður

Kynning
Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. apríl 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær stöllur Líney Björk Ívarsdóttir og Sigrún Valdimarsdóttir eru umboðsaðilar fyrir Platinum fóðrið á Íslandi en þær hafa farið út til að kynna sér fyrirtækið og framleiðsluferlið. Líney og Sigrún hafa báðar verið hundaræktendur í mörg ár, með dverg-schnauzer og standard schnauzer. Sigrún segist hafa fyrst kynnst þessu einstaka fóðri í gegnum hundaræktandann sinn í Tékklandi.

Hundaræktendur með nef fyrir besta fóðrinu

„Ég var að spyrja hana um besta fóðrið og hún sagði einungis um eitt fóður að ræða og það væri Platinum. Ég vissi að það fékkst ekki á Íslandi og var ekki viss hvort ég vildi flytja það inn sjálf. Þetta er ekki auðveldur markaður; margar tegundir til og enn bætist í. Ég hafði flutt inn fyrstu svörtu standard schnauzer tíkina og fór út til að ná í rakka fyrir hana. En þá gaus Eyjafjallajökull, plönin breyttust og óvíst hvort ég gæti farið út að sækja hann. Ég komst þó út og ætlaði að koma heim strax daginn eftir – en þá var lokað fyrir allt flug aftur og ég festist úti í viku. Þá fékk poka af þessu æðislega fóðri með hundinum og með þessum hætti kynntist ég Platinum,“ segir Sigrún.

„Eftir það var ekki aftur snúið; ég sá að þetta var eitthvað allt annað en fóðrið sem til var á markaðnum hér heima og þetta vildi ég flytja inn. Þegar heim var komið kynnti svo fóðrið fyrir Líneyju og eftir að hún hafði kynnt sér málið, kviknaði mikill áhugi hjá henni.“

Byrjaði í bílskúr í Þýskalandi

Líney segir að í upphafi hafi hugmyndin verið sú að flytja bara inn fóðrið góða fyrir þeirra eigin hunda, vini og kunningja.

„Þegar við höfðum svo samband við Platinum fyrirtækið sögðust þeir vilja hitta okkur áður en til innflutnings kæmi og þeir sendu fulltrúa sinn til Íslands sem kynnti Platinum fyrir okkur. Gerðum við samning og fengum leyfi fyrirtækisins til að flytja fóðrið inn,“ segir hún.

Að sögn Líneyjar og Sigrúnar er fyrirtækið með mjög háan standard.
„Þegar þeir fögnuðu 10 ára afmæli sínu var okkur boðið að koma út ásamt öllum dreifingaraðilum í heiminum. Þetta reyndist mjög skemmtilegur viðburður en þar fengum við að skoða verksmiðjuna og gaman var að kynnast öðrum dreifingaraðilum. Þar gátum við séð gamla húsnæðið sem hýsti fyrstu verksmiðjuna og svo þá nýju sem var margfalt stærri. Ári seinna var haldin þriggja daga ráðstefna hjá þeim og þar mættu flest allir dreifingaraðilarnir víðsvegar að úr heiminum. Á ráðstefnunni voru m.a. kynntar ýmsar spennandi nýjungar. Þetta er búið að vera mikið ævintýri hjá okkur. Fyrirtækið byrjaði starfsemina í bílskúr þessa framsýna Þjóðverja sem á fyrirtækið Platinum. Fyrirtækið er ungt, ekki nema 13 ára gamalt, en hefur stækkað mjög hratt.“

Fóður fyrir alla hunda

Framleiðsluferli fóðursins er einstakt. Kjötið er hitað varlega í eigin soði upp að 95°C. Síðan látið kólna í soðinu og það gerir bitana svona mjúka. Vítamínum, fitu og olíu er bætt við eftir á við stofuhita, en á þennan hátt getur Platinum ábyrgst hámarks nýtingu næringarefnanna og að hundurinn þinn fái fóður sem líkast því sem hann myndi fá í villtri náttúrunni.
Sigrún og Líney fræða okkur á því að Platinum fóðrið er fyrir alla hunda.
„Fóðrið okkar er þurrkað varfærnislega við stofuhita svo hið frábæra bragð og próteininnihaldið varðveitist vel. Platinum hentar sérstaklega vel fyrir matvanda hunda, þá sem eru með viðkvæman maga og/eða þjást af húð- og feldvandamálum. Einnig er mikilvægt að geta þess að fóðrið getur hentað vel hundum sem eru með ofnæmi þar sem við notum ekki erfðabreytt korn og hrísgrjón og ein vörulínan er kornfrí. Fleiri kornfríar bragðtegundir eru svo væntanlegar á næstunni.

Ef þú ert ekki ánægð(ur) með vöruna okkar bjóðum við þér að skila henni innan 100 daga gegn 100% endurgreiðslu. Platinum fóðrið er eina fóðrið í heiminum sem er með TÜV gæðavottun um kjötinnihald, en TÜV er óháð gæðavottunarfyrirtæki.

Fólk ýmist pantar á netinu eða í gegnum síma en mjög mikið er hringt til okkar. Gæði fóðursins voru fljót að spyrjast út í nærumhverfi okkar. Svo erum við með lager inni í bílskúr heima og fólk bara bankar upp á,“ segja Sigrún og Líney hlæjandi.

Platinum Ísland ehf.,
www.platinum.is
www.platinum@platinum.is
Líney Björk Ívarsdóttir
Ásbúð 23, Garðabæ
Sími: 899 – 6555

Sigrún Valdimarsdóttir
Elliðavöllum 13, Reykjanesbæ
Sími 862 – 6969

Platinum er einnig selt í Dekurdýrum á Dalvegi og hjá dýralækninum í Keflavík. Hjá Dýralækninum í Mosfellsbæ fæst hluti af vörulínunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni