Félagið er eitt það stærsta á sínu sviði í heiminum
Sjónvarpsrisinn Turner stefnir að því að opna sína eigin streymiþjónustu í haust og fara þar með í samkeppni viðNetflix og Hulu. Variety greinir frá.
Streymiþjónustan mun bera nafnið FimStruck. Markmið þjónustunnar verður að bjóða upp á yfir þúsund „art-house“ og „indie“ kvikmyndir, sem gefnar hafa verið út af Turner Classic Movies.
Innan þjónustunnar verður einnig boðið upp á frítt efni sem kostað verður með auglýsingum. Titla sem þar má finna verða meðal annars Seven Samurai og upprunalegu Mad Max-kvikmyndirnar.
Ekki hefur verið gefið upp áskrifarverð, en að sögn forsvarsmanna Turner mun það verða sambærilegt við verð hjá streymiþjónustur af svipuðum toga.
FilmStruck verður þar með nýtt heimili fyrir Criterion-safnið, en einnig mun Turner setja af stað nýja sjónvarpsstöð sem tileinkuð verður Criterion. Hingað til hefur Hulu átt streymiréttinn á Criterion efninu sem samanstendur af gömlum gullmolum úr kvikmyndasögunni.
Að auki verða aðgengilegar kvikmyndir frá „indie“ kvikmyndaverum, sem og kvikmyndir frá nokkrum stórum kvikmyndaverum á borð við Warner Bros.