fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Teiknaði flugvél – með flugvél

Snéri svo við og merkti verkið nokkru síðar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. mars 2016 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullur flugmaður, sem er talinn vera flugkennari, teiknaði flugvél en margir hér á landi kannast við flightradar24 þar sem hægt er að sjá flugleið flugvélar út um allan heim.

Ekki er vitað hver flugmaðurinn er, en vitað er að hann flýgur Robin DR-400/180 Regent vél. Maðurinn flaug um helgina frá flugvellinum á Heligoland til Agetenburg nærri Hamborg.

Maðurinn virðist ekki hafa verði á hraðferð, en hann teiknaði flugvél yfir Cuxhaven-héraði og má sjá afrakstur „meta“ listaverksins á vef Flightradar24.

Til þess að toppa allt annað þá snéri hann aftur skömmu síðar, og merkti listaverkið með upphafsstöfum sínum.
Á vefnum Alltumflug.is segir að listaverkið, sem var teiknað í 1.000 feta hæð, minni helst á ATR skrúfuvél – en flugmaðurinn lenti að lokum á heilu og höldnu eftir eins og hálfrar klukkustundar flug sem hefði annars tekið hann mun skemmri tíma.

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem flugmenn fá útrás fyrir listrænum hæfileikum sínum, en meðal annars teiknaði einn hjarta, á meðan annar reyndi að teikna blóm; eða eitthvað í líkingu við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir