Jóhann Helgi
Fyrirtækið Jóhann Helgi og Co ehf. flytur gervigras frá hollenska fyrirtækinu Fivestargrass inn til landsins og víða eru komnir upp sparkvellir og leiksvæði með slíku gervigrasi. Jóhann Helgi, eigandi fyrirtækisins, segir að sumarið framundan sé spennandi.
„Það eru settar svokallaðar fallvarnarplötur undir gervigrasið sem hentar sem fallvörn umhverfis leiktæki. Í ljósi umræðunnar um skaðlegt gúmmíkurl á gervigrasvöllum skal það tekið fram að ekki er notað gúmmíkurl á gervigrasið frá Fivestargrass heldur er notaður sérstakur sandur sem er innfluttur frá Hollandi,“ segir Jóhann Helgi.
„Hjá mér starfa reynslumiklir og fagmenntaðir menn. Við eigum von á að þó nokkuð verði að gera í sumar við að skipta út gervigrasi með gúmmíkurli fyrir fimm stjörnu gervigrasið frá Hollandi. Sumarið vel út fyrir Lappset útileiktækin en við erum með gott tilboð til fjölbýlishúsa þetta árið.“
Fyrirtækið Jóhann Helgi & Co ehf. hefur verið með innflutning á Lappset útileiktækjunum frá Finnlandi síðan árið 1994 og í dag er það einnig með innflutning á flestöllu sem viðkemur heildarlausnum á leik- og íþróttasvæðum.
„Fjölþætt úrvalið samanstendur af útileiktækjum, járnrimlagirðingum, hjólabrettarömpum, gúmmíhellum, gúmmímottum á gras og trampólínum. Við erum með bekki, blómaker, reiðhjólagrindur og skýli, stubbahús, sparkvelli, mörk og körfur ásamt ýmsum öðrum áhugaverðum og nytsömum vörum. Á heimasíðunni www.johannhelgi.is.fást frekari upplýsingar um vöruúrvalið,“ segir Jóhann Helgi skrúðgarðyrkjumeistari.
Jóhann Helgi & Co. Vatnsholti 2, 801 Selfoss. Símar: 565 – 1048 og 820 – 8096.
www.johannhelgi.is – jh@johannhelgi.is