fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Geir Ólafs: „Ég samhryggist tónlistinni“

Frank Sinatra yngri lést í gær, 72 ára að aldri

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. mars 2016 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur stórsöngvarans Frank Sinatra, Frank Sinatra yngri lést eftir hjartaáfall í gær sem hann fékk á tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin. Hann var staddur á Daytona í Flórída þegar hann lést samkvæmt fréttatilkynningu á heimasíðu Sinatra -fjölskyldunnar. Hann var 72 ára að aldri.

Sinatra yngri fæddist þann 10. janúar 1944. Hann var miðbarn Frank Sinatra og hans fyrstu konu, Nancy Barbato Sinatra. Hann lætur eftir sig soninn Michael og tvær systur, þær Nancy og Tinu Sinatra.

Margir frægir einstaklingar á borð við Larry King og Seth MacFarlane hafa minnst Sinatra yngri á Twitter í dag.

Lést í Flórída í gær.
Frank Sinatra yngri Lést í Flórída í gær.

Blaðamaður DV heyrði í Geir Ólafssyni söngvara sem gjarnan hefur verið kallaður „hinn íslenski Frank Sinatra“. Geir hafði ekki heyrt af fráfalli Sinatra þegar blaðamaður heyrði í honum, en honum þótti þetta sorglegt að heyra.

„Sinatra Jr. var mikill listamaður bæði sem stjórnandi og söngvari. Hann hélt nafni föður síns vel á lofti,“ segir Geir. Að sögn Geirs segist hann því miður ekki hafa fengið að hitta Sinatra yngri, þó það hafi staðið til að fá hann hingað til lands til að stjórna hljómsveit, en því miður varð ekkert að því.

„Hann gerði rosalega mikið fyrir músíkina og sérstaklega fyrir Big Band-tónlistina. Hann hélt henni uppi. Þeir feðgar voru stórkostlegir,“ segir Geir.

„Ég samhryggist tónlistinni.“ segir Geir að lokum.

Hér að neðan má sjá myndband af feðgunum syngja saman:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Qq5pJV5UBew&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar