fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Fornbíllinn: Chevrolet Corvette árgerð 1974

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. mars 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Viggósson hefur í félagi við son sinn látið gamlan draum rætast og keypt sér stórglæsilegan fornbíl, nánar tiltekið Chevrolet Corvette árgerð 1974. Bíllinn er einstaklega glæsilegur eins og myndirnar bera með sér. Hann er fluttur inn frá Bandaríkjunum:

  • „Ég er áhugamaður um fornbíla og það hefur verið draumur minn í áratugi að eignast fornbíl. Átti 8 sílindra Mustang bíla þegar ég var mjög ungur en núna er ég kominn yfir sextugt. Svo datt mér í hug af rælni á annan í jólum að bjóða í þennan bíl. Í rauninni missti ég af honum, annar bauð betur, en svo var haft samband við mig síðar vegna þess að sá aðili var genginn úr skaftinu, og bíllinn var minn,“* sagði Egill í stuttu spjalli við DV. Að hans sögn var þetta tækifæri sem ekki var hægt að sleppa:

„Ég og sonur minn ræddum þetta og vorum sammála um að við gætum ekki sleppt þessu tækifæri. Bíllinn er gullfallegur og allur nýuppgerður. Það þarf reyndar að taka hann í gegn að innan.“

Hann segir að bíllinn sé kraftmikill þó að það hafi ekki verið markmiðið:

„Ég var í sjálfu sér ekki að leita að hestaflafjölda en þessi er með nýrri vél sem er mun kraftmeiri en upprunalega vélin eða 350 hestöfl í stað 260 hestafla eins og vélarnar voru upphaflega í þessum bílum.“

Að sögn Egils er bíllinn bara ætlaður til sparinota:

„Þetta er bara svona fyrir sunnudaga og í sólinni. Núna er vorhugur í mönnum og fornbílarnir fara bráðum að sjást á götunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni