fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
FókusKynning

Fjölskylda sem sérhæfir sig í vatnskössum

Kynning
Berglind Bergmann
Mánudaginn 9. október 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grettir Vatnskassar er sannkallað fjölskyldufyrirtæki sem hvílir á gömlum grunni. Fyrirtækið rekur sögu sína aftur til blikksmiðju sem stofnuð var árið 1938. Það skiptist síðan í tvennt árið 1998 en þá stofnaði Ingibergur Ingibergsson Gretti Vatnskassa. Fyrirtækið sérhæfir sig í viðgerðum á vatnskössum en flytur auk þess inn vatnskassa og bensíntanka frá mörgum af stærstu og virtustu framleiðendum í Evrópu: Nissens, NRF, GM Radiator og Ava-Cooling.

Þau systkini, Margrét og Helgi, Ingibergsbörn, ólust upp við vatnskassaviðgerðir og hafa nú tekið við fyrirtækinu af föður sínum, Ingibergi, sem þó starfar þar enn og miðlar af mikilli og langri reynslu og þekkingu.

Að sögn Ingibergs er algengara að vatnskassar í bílum stíflist í dag en áður fyrr: „Það er vegna þess að í flestum gerðum er vatnsgangurinn orðinn mikið grennri og tæringarútfellingar einnig meiri vegna þess að það mikið meira af áli í vélum en áður tíðkaðist og mikið meira rafmagn.“

Helgi Ingibergsson bendir á að gömul húsráð við bilunum í vatnskössum dugi skammt og geti jafnvel torveldað viðgerð: „Ég mæli ekki með því að nota tyggjó eða kaffitorg í vatnskassana. Það gerir okkur erfiðara fyrir við að laga hlutina. Ég mæli frekar með því að losa lokið af kassanum og minnka þannig þrýsting á vatnskerfinu.“

Helgi segir enn fremur að frostlögur sé góð forvörn við bilun í vatnskössum og mælir hann með því að bílaeigendur skipti um frostlög á þriggja ára fresti.

Þau systkini, Margrét og Helgi, eru nánast alin upp á verkstæði föður síns en bæði Margrét og Ingibergur eru auk þess lærðir blikksmiðir. „Þetta er ekta fjölskyldufyrirtæki og samstarfið gengur mjög vel. Við höfum verið innan um þetta frá barnæsku og vitum því vel hvað við erum að gera,“ segir Helgi.

Óhætt er að segja að bilaðir vatnskassar eru í góðum höndum hjá fjölskyldunni í Gretti Vatnskössum. Fyrirtækið er til húsa að Vagnhöfða 6, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 557 6090. Heimasíðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“