fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Gussi veiddi risastóran þorsk: „Óskráð Íslandsmet í sjóstöng“

Veiddi þorsk í Faxaflóa sem vó meira en 37 kíló – Setti Íslandsmet í greininni árið 2014

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. mars 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Gunnar Jónsson, oftast kallaður Gussi, veiddi risastóran þorsk þegar hann sigraði í sjóstangaveiðimóti nú um helgina. Þorskurinn vó yfir 37 kíló og var veiddur í Faxaflóa, út fyrir strendur Akraness.

Síðastliðinn laugardag tók Gussi þátt í innanfélagsmóti Sjóskips. Siglt var frá Akraneshöfn og út á Faxaflóa þar sem keppnin fór fram. Þar veiddi Gussi stærsta þorskinn sem reyndist vera 37,5 kíló og segir hann það vera óskráð Íslandsmet.

„Þetta er ekki skráð sem Íslandsmet því þetta er innanbúðamót. Hefði þetta verið á Íslandsmótinu væri þetta nýt met, því stærsti þorskurinn sem veiðst hefur þar var 26,015 kíló. Þann þorsk veiddi Jóhannes Marían Simonsen, formaður Sjóskips, árið 2014 í Siglufirði,“ segir Gussi í samtali við DV.

Hér má sjá loðnuna sem Gussi veiddi.
Loðna. Hér má sjá loðnuna sem Gussi veiddi.

Mynd: Aðsend mynd

Gussi segir að veðrið hafi verið frekar slæmt en það hafi þó ekki komið að sök, þegar uppi var staðið. Hann segir veiðina hafa verið þokkalega. Næststærsti þorskurinn sem veiddist var til að mynda rúm 36 kíló og þriðji þyngsti 32 kíló.

„Ég veiddi einnig loðnu, sem mér er sagt að hafi verið sú stærsta sem veidd var á stöng,“ segir Gussi léttur í bragði og bætir við að engin hrogn hafi verið í loðnunni.

Gussi segist hafa stundað sjóstangaveiði af kappi síðan árið 2011 og á hann skráð Íslandsmet í greininni. Það met setti Gussi árið 2014 þegar hann veiddi 28 kílóa löngu við Vestmannaeyjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna