fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

„Mér fannst erfitt að þurfa að stoppa“

Þórunni Örnu líður best þegar hún hefur nógað gera – Með sex vikna dóttur sína á æfingar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. mars 2016 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Arna Kristjánsdóttir, sem fer með eitt aðahlutverka í söngleiknum Mamma mia!, hefur haft nóg að gera frá því að hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskólans fyrir sex árum. Og þannig líður henni best, með mörg járn í eldinum.

Á meðan Þórunn var ólétt fannst henni hún ekki vera að gera neitt, en þegar hún hugsar til baka, um öll verkefnin sem hún sinnti á þessum tíma, þá sér hún að það var ekki alveg rétt. Hún vara bara ennþá svo föst í því að þurfa að vera í öllu og alls staðar. „Lífið fór í svo mikla pásu, en samt var ég að æfa sýningar og fór til útlanda með sýningu og gerði alveg heilmargt. En af því að ég var ekki í 200 prósent vinnu þá fannst mér þetta eitthvað lítið. Ég öfundaði kollega mína sem voru á fullu. Ég naut þess alveg að vera ólétt en mér fannst erfitt að þurfa að stoppa. Í leikhúsinu er heldur aldrei réttur tími til að verða ólétt. Þegar það gerist þá þarf maður bara að takast á við það. Það er svo oft eitthvað sem maður sér í hillingum, eða eitthvað sem maður gæti kannski verið að fara að gera. Þetta var samt dásamlegur tími en ég þurfti aðeins að læra að slaka á.“

Miðað við hve illa Þórunni gekk að gíra sig aðeins niður á meðgöngunni kann eflaust engan að undra að hún tók ekki langt fæðingarorlof. Dóttir hennar var aðeins sex vikna þegar hún var komin aftur upp í leikhús á æfingar. „Ég sé samt alls ekki eftir því að hafa ekki tekið lengra orlof. Ég náði að vera afskaplega mikið með barninu mínu, þrátt fyrir þetta.“
Þórunn æfði sýninguna Litla prinsinn alveg fram að fæðingu dótturinnar, fór í upprifjun og rennsli þegar dóttir hennar var sex vikna og svo var verkið frumsýnt þegar hún var tveggja mánaða. Þórunn ætlaði reyndar að taka sér mánaðarhvíld eftir að æfingum lauk og fram að fæðingu dótturinnar en hún var ekki á sama máli og kom í heiminn tæpri viku eftir að Þórunn hætti að vinna.

„Þetta hljómar kannski illa, að ég hafi farið að vinna þegar hún var sex vikna, en ég fór alls ekki á fullt. Hún var með mér á æfingum og maðurinn minn eða ættingjar tóku hana, fóru í göngutúra og komu svo aftur með hana og hún fékk brjóst. Allir sem að sýningunni komu hugsuðu svo vel um okkur mæðgurnar, svo sagan er falleg og boðskapurinn. Mér leið svo vel með barnið, að vinna í þessu verki. Ég veit ekki hvort ég hefði verið til í að fara út í ofbeldi, dramatík eða einhvern ljótleika, en þetta var einmitt rétta verkið og rétta fólkið,“ segir Þórunn einlæg, en Litli prinsinn var sýndur í nokkra mánuði og svo var hún komin í sumarfrí. Hún fór því ekki aftur í fulla vinnu fyrr en um haustið, þegar dóttirin var orðin sjö mánaða. „Þá fór ég í að æfa leikrit, taka upp bíómynd og sjónvarpsþætti á sama tíma og það var smá geðveiki. Með hana á brjósti líka,“ segir hún hlæjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir