Fermingarbörnin hafa áhuga á hönnun
Að sögn Ingu Jónsdóttur, viðskiptastjóra hjá Pennanum – húsgögnum, hefur unga fólkið mikinn áhuga á hönnun og hér koma hugmyndir af eftirsóttum, sígildum hönnunarvörum frá Vitra:
Nafn stólsins DSR er í raun skammstöfun á enska heiti hans sem er „Dining height Side chair Rod“. Þau Ray og Charles Eames hönnuðu nokkrar útfærslur af þessum stól árið 1950. DSR fæst bæði með krómaðri og svartri grind. Þessi stóll er tímalaus og ávallt klassískur. Einfaldleikinn er allsráðandi og þægindin einstök.
DSR stóllinn hentar jafnt stelpum sem strákum og er sérlega áhugaverð gjöf; sérstaklega fyrir þau fermingarbörn sem hafa áhuga á hönnun. Það er verðgildi í góðri hönnun sem þessari.
Tilboðsverð: 39. 500. kr.-
Þetta sniðuga og smart verkfæra- og áhaldabox er kjörinn geymslustaður fyrir alla litlu hlutina sem þurfa að vera á vísum stað. Boxin fást í 5 fallegum litum.
Verð 4.900 kr.-
Hugmynd hönnunarteymisins Charles og Ray Eames var að búa til fatahengi sem átti að vera frumlegt, skemmtilegt og hafa gott notagildi. Ekki síður var það hugsað til þess að vera hvati til að fá krakka til að hengja upp fötin sín. Upprunalega hengið er með marglitum snögum á hvítum ramma. Síðan þá hefur Vitra framleitt fleiri útfærslur af þessu skemmtilega fatahengi og fæst það nú í 6 mismunandi útfærslum.
Tilboðsverð: 37.900 kr.-
Skrifborðsstólar eru sígild fermingargjöf, það er mikilvægt að það fari vel um skólafólkið við lærdóminn. Þessir frábæru stólar, Dealer og Sync eru á tilboðsverði í Pennanum.
Dealer: verð áður 29.900 kr.- tilboðsverð 22.900 kr.-Sync: verð áður 77.900 kr.- tilboðsverð 59.900.- kr.
Penninn Húsgögn Skeifunni 10
opið alla virka daga frá kl. 08:00 -18:00
á laugardögum 11:00 -15:00.
S: 540 – 2331
Heimasíða