fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Kristinn þjáist af geðhvarfasýki: „Lyf geta virkað en í fleiri tilfellum slekkur þetta á lífsvilja fólks“

Kristinn Rúnar Kristinsson hefur í þrígang dvalið á bráðageðdeild Landspítalans – Gagnrýnir lyfjagjafir harðlega

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2016 18:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Rúnar Kristinsson, ungur maður úr Kópavogi, birti í dag pistil þar sem hann gagnrýnir harðlega bráðageðdeild Landspítalans og starfsfólk þar. Kristinn er greindur með geðhvarfasýki og í samtali við blaðamann segir hann að undanfarna 18 mánuði hafi hann „komið út úr skápnum“ með veikindi sín og að kveikjan af því að hann hafi byrjað að tala um veikindin væri vegna þess að leikarinn Robin Williams hafi látist. Hann var líka með geðhvarfasýki.

Vill sjá aðrar aðferðir notaðar en lyfjagjafir

Í pistlinum sem birtist á Facebook í dag birtir hann bréf sem stílað er á yfirlækni bráðageðdeildar 32C, Halldóru Jónsdóttur. Gagnrýnir hann lyfjagjöf og lætur í ljós hve mikið hann sé á móti slíku. Hann vill sjá aðrar aðferðir notaðar.

Kristinn hefur í þrígang dvalið á bráðageðdeildinni, fyrst árið 2009, svo 2014 og aftur 2015. Í pistlinum segir hann að í tvígang hafi honum verið gefin lyf gegn vilja sínum, en í þriðja skiptið, árið 2014, hafi hann barist gegn því og fengið vilja sínum framgengt. Það er umrædd lyfjagjöf sem Kristinn kveðst ósáttastur við og er það hans mat að fleiri leiðir séu gagnlegar í baráttunni gegn andlegum sjúkdómum.

„Lyf geta virkað en í fleiri tilfellum slekkur þetta á lífsvilja fólks,“ segir hann og heldur áfram: „Munurinn á mér t.d. síðan ég greinist 2009 er að ástríða mín fyrir íþróttum er nánast horfin. Í guðanna bænum hendið Seroquel ruslinu út og farið að vinna meira í fólkinu.“

Þyngdist um 22 kíló

Í samtali við blaðamann segir Kristinn að hann hafi dvalið á deildinni ásamt tólf öðrum og fékk hann lyf fjórum sinnum yfir daginn. Í samtali við DV segist hann hafa þyngst um 22 kíló á fjórum mánuðum þegar hann tók lyfið Seroquel og það hafi ekki verið til að hjálpa honum. Nefnir hann einnig að þegar hann var yngri spilaði hann körfubolta en í dag sé ástríða hans fyrir íþróttum nánast horfin með öllu. Í dag tekur hann lyfið Lithium sem hann telur mikið betra. Pistil Kristins má lesa í heild sinni hér neðst í fréttinni.

Hvert mál skoðað

Blaðamaður hafði samband við Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni á bráðageðdeild 32C og leitaði viðbragða vegna pistils Kristins. Halldóra sagði að ekki væri hægt að alhæfa yfir alla sjúklinga hvað hentaði þeim, og að hvert mál væri skoðað fyrir sig. Halldóra vildi líka taka fram að margar mismunandi leiðir væru notaðar og frá því að geðrofslyf hafi komið á markað, hafi loksins verið hægt að útskrifa þá sem glíma við þau erfiðu veikindi.

Berháttaði sig á Austurvelli

Kristinn hefur áður talað opinskátt um veikindi sín, en þann 30. desember síðastliðinn birtist ítarlegt viðtal á DV.is við Kristin. Þar kom Kristin meðal annars inn á atvik sem átti sér stað í júní í fyrrasumar þegar hann berháttaði sig á Austurvelli í maníukasti. Í kjölfarið birtist af honum mynd á Vísi.is þar sem búið var að hylja andlit hans. Kristinn sagði í viðtalinu að þetta hafa verið dæmigerð birtingarmynd maníunnar og kvaðst hann skammast hann sín hvergi fyrir atvikið. Með frásögn sinni vildi hann opna á umræðuna um geðsjúkóma og veita innlit inn í hugarheim þeirra sem reglulega missa tengsl við raunveruleikann.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Ég hef aldrei beðið neinn um að deila neinu fyrir mig á Facebook en ég ætla að gera það í fyrsta sinn núna því þetta…

Posted by Kristinn Rúnar Kristinsson on Tuesday, 15 March 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar

Læknir stillir upp fullkominni æfingarútínu fyrir alla daga vikunnar