fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Eitt vinsælasta kaffihús landsins

Kynning

Cafe Adesso, Smáralind

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. mars 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cafe Adesso í Smáralind hefur um árabil verið geysilega vinsælt kaffihús og veitingastaður en staðurinn var opnaður 7. apríl 2002. Cafe Adesso er vel sótt af viðskiptavinum Smáralindar en auk þess venur stór hópur fastagesta komur sínar á staðinn, meðal annars fólk sem vinnur í nágrenninu.

Cafe Adesso býður upp á hið rómaða og bragðmikla Chaqwa-kaffi. Chaqwa inniheldur kaffibaunir frá ýmsum þekktum kaffiræktunarhéruðum víðs vegar um heiminn, meðal annars Mið-Ameríku, Indlandi, Indónesíu og Afríku.

Með kaffinu er gott að snæða franska súkkulaðiköku með rjóma eins og sést á mynd hér. Mikið úrval er af alls konar gómsætum kökum sem bakaðar eru á staðnum. Einnig eru smurbrauð með roastbeef, síld, hangikjöti og fleiru gerð alla daga.

Fjölbreytt úrval af gómsætum mat og hádegistilboð alla daga

Sem fyrr segir er Cafe Adesso í senn kaffihús og veitingastaður. Geysilegt úrval af mat er í boði alla daga en matseðla má skoða á heimasíðu staðarins. Meðal annars eru álitleg hádegistilboð alla daga milli kl. 11 og 14 og þar eru Crépes-réttirnir meðal annars vinsælir – ekta kaffihúsamatur.

Fjölbreytnin er megináhersla í starfsemi Cafe Adesso þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Er leitun að veitingastað sem býður upp á jafnmikla fjölbreytni enda kemur fólk til að fá sér allt frá kleinuhring upp í stórsteik. Að ógleymdu kaffinu sem nýtur ómældra vinsælda.

Cafe Adesso er opið mánudaga–miðvikudaga frá kl. 10.30 til 19.00, fimmtudaga frá 11.00 til 21.00, föstudaga og laugardaga frá kl. 11.00 til 20.00 og sunnudaga frá kl. 12.00 til 18.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni