Blúshátíð var sett í Reykjavík þann 19. mars og var mikið líf og fjör í miðbænum af því tilefni. Blúsinn ómaði á Skólavörðustíg á meðan vegfarendur gæddu sér á pylsum, sýndu sig og sáu aðra. Þekktir blúsarar létu sig að sjálfsögðu ekki vanta. Hátíðin stendur yfir til 25. mars og ættu blúsunnendur og aðrir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á öllum þeim viðburðum sem boðið er upp á í tengslum við hátíðina.
Þrír góðir Halldór Bragason, listrænn stjórnandi Blúshátíðar, Chicago Beau og Eggert feldskeri tóku sig vel út á Skólavörðustígnum.
Glæsilegar Blúsdrottningin Andrea Gylfadóttir og Guðrún Ögmundsdóttir nutu ljúfra tóna í miðborginni.
Texasblús Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Texas-Maggi á veitingastaðnum Texasborgurum, lét sig ekki vanta í blúsinn.
Pylsupartí Birna Þórðardóttir stóð vaktina við pönnuna og steikti pylsur eins og hún hefði aldrei gert annað.
Meiri blús Eggert Feldskeri greip í gítarinn og tók lagið að vanda.