fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Fimm barna móðir lést viku eftir að hafa eignast þríbura

Casi var búin að vera heima í fimm mínútur þegar ógæfan dundi yfir öðru sinni

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. mars 2016 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þríburnarnir voru teknir með keisaraskurði eftir 34. vikna meðgöngu.
Stóð sig vel Þríburnarnir voru teknir með keisaraskurði eftir 34. vikna meðgöngu.

Íbúar Kansas í Bandaríkjunum eru margir harmi slegnir eftir að ung móðir féll frá sviplega fyrir skemmstu. Aðeins rúmri viku áður hafði konan, hin 36 ára Casi Rott, eignast þríbura. Fyrir átti Casi tvö börn með eiginmanni sínum, Joey Rott.

Casi eignaðist þríburana þann 29. janúar en þá var hún gengin 34 vikur. Allt virtist vera í himnalagi fyrstu dagana eftir fæðinguna, eða þar til Casi fór að finna fyrir verkjum í brjósti. Í ljós kom að hún var með blóðtappa í lungunum, svokallað lungnasegarek.

„Hún stóð sig vel“

Þar sem Casi gekk með þríbura var meðgangan talsverð þrautarganga og hætta á fyrirburafæðingu fyrir hendi. Casi þurfti af þeim sökum að taka því rólega síðustu þrjá mánuði meðgöngunnar þar sem hún var nánast rúmliggjandi. Þar sem Casi og Joey bjuggu nokkuð langt frá næsta sjúkrahúsi, nánar tiltekið í bænum Clay Center, dvaldi Casi á heimili bróður síns í Wichita í Kansas síðustu vikur meðgöngunnar. „Það eina sem vakti fyrir okkur var að hún myndi ganga með þá sem allra, allra lengst. Hún stóð sig vel, hélt út fram í 34. viku,“ segir Joey.

Gleðin varð skammvinn

Þríburarnir voru teknir með keisaraskurði og segir í frétt ABC News að aukin hætta á blóðtappa sé fylgifiskur slíkrar aðgerðar. Það var svo þann 8. febrúar, rúmri viku eftir að hún eignaðist þríburana, að Casi fékk að fara heim af sjúkrahúsinu til Clay Center. Læknar töldu hana vera á góðum batavegi og Casi var orðin verkjalaus. Það voru því miklir fagnaðarfundir þegar Casi hitti stúlkurnar sínar tvær sem hún hafði ekki séð í nokkrar vikur.

Gleðin varð þó skammvinn því hún hafði ekki verið heima nema í um fimm mínútur þegar verkirnir í brjóstinu fóru aftur að gera vart við sig. „Við fórum strax á sjúkrahús þar sem hún lést nokkrum klukkustundum síðar,“ segir eiginmaður hennar, Joey, í samtali við ABC. Í ljós kom að hún hafði aftur fengið blóðtappa sem leiddi hana að lokum til dauða.

13 milljónir hafa safnast

Vinir og vandamenn fjölskyldunnar hafa sett á fót styrktarsíðu á vefnum GoFundMe sem hefur það að marki að styðja fjárhagslega við bakið á Joey og börnunum fimm. Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá opnun síðunnar hafa tæplega 100 þúsund Bandaríkjadalir safnast, tæpar 13 milljónir króna.

Vinir og vandamenn fjölskyldunnar settu á fót söfnun handa fjölskyldunni. Nú þegar hafa um 13 milljónir króna safnast.
Fimm barna faðir Vinir og vandamenn fjölskyldunnar settu á fót söfnun handa fjölskyldunni. Nú þegar hafa um 13 milljónir króna safnast.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni