fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Garðaþjónusta Reykjavíkur í gjafastuði

Kynning

Vorklippingar komnar á fullt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. mars 2016 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðaþjónusta Reykjavíkur er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í alhliða garðaþjónustu. Forsvarsmenn Garðaþjónustu Reykjavíkur segja aðaláherslu fyrirtækisins vera lagða á almennt viðhald á görðum og nýsmíði garða. „Við sérhæfum okkur í að helluleggja, smíða sólpalla og skjólveggi. Við bjóðum einnig upp á bestu mögulegu torftegundir sem eru fáanlegar á íslenskum markaði; allt frá green-grasi upp í Óðalstorf. Við aðstoðum einnig viðskiptavini við hönnun og skipulag á görðum,“ segja þeir.

Vorklippingar komnar á fullt

Nú eru fagmenn Garðaþjónustu Reykjavíkur á fullu í vorklippingum og er í nógu að snúast við að koma trjám og runnum í gott stand, til að fá sem fallegasta lögun og laufgun fyrir sumarið. „Við leggjum mikinn metnað í að þjónusta mikinn fjölda einstaklinga, fyrirtækja og húsfélaga í almennu garðaviðhaldi yfir sumarið, með mjög góðum árangri. Það er því óhætt að segja að við séum í allri almennri garðvinnu eins og hún leggur sig,“ segja forsvarsmenn Garðaþjónustu Reykjavíkur.

Sveigjanlegur vinnutími og áratuga reynsla

„Við erum að vinna úti um allan bæ og því er vinnutíminn töluvert sveigjanlegur hjá okkur,“ segja forsvarsmenn Garðaþjónustu Reykjavíkur. Við hagræðum vinnutímanum eftir þörfum viðskiptavina hverju sinni,“ segja þeir. Tekið er á móti verkefnum alla daga í síma 777-8100. Garðaþjónusta Reykjavíkur er með áratuga reynslu í að þjónusta viðskiptavini víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.

Í gjafastuði og til margs að vinna

Fyrirtækið er með Facebook-síðuna Garðaþjónusta Reykjavíkur þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fyrirtækið og taka þátt í leik þar sem hægt er að vinna 100.000 kr. inneign í garðvinnu. Auk þess munu verða dregnir út fjórir sem fá fríar vorklippingar að verðmæti 30.000 kr. hver. Jafnframt munu fimm heppnir fá gefins garðaúðun að verðmæti 10.000 kr. Það er nóg til að vinna. Eina sem fólk þarf að gera er að „like“-a síðuna, kvitta og deila færslu.

Vinningshafar verða svo tilkynntir föstudaginn 15. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni