Fjölnota sápur frá Dr. Bronner’s – Mamma veit best býður upp á fjölbreytt úrval lífrænna vörutegunda
Heilsubúðin Mamma veit best flytur inn lífrænar sápur og húðvörur frá Dr. Bronner’s. Alhliða sápan frá Dr. Bronner’s er unnin úr lífrænum olíum án allra kemískra efna. Hún hentar börnum, fólki með viðkvæma húð og öllum hinum. „Eina sápan sem þú þarft fyrir alla fjölskylduna og heimilið,“ segir á heimasíðunni mammaveitbest.is. Lífræna og fljótandi sápan frá Dr. Bronner’s hentar jafnt í þvottavélina, á líkamann, í hárið eða andlitið.
Sápan er svo hrein að hægt er að bursta í sér tennurnar með henni. Óhætt er að segja að sápan sé fjölnota. Hún hentar ekki bara vel til að þrífa líkama fólks eða dýra, heldur er hún tilvalin til hvers kyns heimilisþrifa. Með sápunni má þrífa glugga, gólf, veggi, flísar og annað yfirborð auk þess sem hún hentar í þvottavélar. Sápan er jafnframt hentug til að skola ávexti og grænmeti fyrir matseld. Notkunarmöguleikar sápunnar eru nær óþrjótandi. Prófið ykkur bara áfram og kynnist því sjálf hversu frábær hún er.
Mamma veit best er heilsubúð, vefverslun og heildsala. Tilgangur fyrirtækisins er að færa neytendum það besta af lífrænum matvælum, bætiefnum og snyrtivörum, víðs vegar að úr heiminum, með fyrsta flokks þjónustu. „Við vitum að það er heill frumskógur af heilsuvörum í boði hér á landi. Við vitum líka að þær eru eins misjafnar og þær eru margar og eru langt frá því að standa jafnfætis hvað gæði varðar. Þess vegna veljum við allar okkar vörur af kostgæfni til að tryggja að þær séu eins náttúrulegar, áhrifaríkar, heiðarlegar og umhverfisvænar og hugsast getur. Okkar markmið er að þegar þið kaupið af okkur vörur getið þið verið örugg um að fá það besta fyrir ykkur sjálf og fjölskylduna hvað varðar gæði, hreinleika og virkni.“
Verslunin Mamma veit best er að Laufbrekku 30 í Kópavogi, ofan Nýbýlavegar, en gengið er inn Dalbrekku megin. Verslunin hefur til sölu fjölbreytt úrval lífrænna vara; svo sem vítamín, steinefni, jurtir, olíur, prótín og ýmsa ofurfæðu. Heimasíða verslunarinnar er mammaveitbest.is og facebook síðan er
Lífræna og fljótandi sápan frá Dr. Bronner’s er ekki eina varan frá framleiðandanum sem Mamma veit best hefur upp á að bjóða. Í vörulínunni eru, auk fljótandi sápunnar, sápustykki, pumpusápur, húðsmyrsl, varasalvar, hárnæring, hár- og húðkrem, sótthreinsiúði fyrir hendur og kókosolía.
Bronner-fjölskyldan á sér langa sögu í sápugerð og fyrirtækið er nú rekið af fjórðu og fimmtu kynslóð fjölskyldunnar. Vörurnar, sem eru í senn umhverfisvænar og náttúrulegar, eru framleiddar úr lífrænum olíum án þess að við þær sé bætt gerviefnum eða skaðlegum kemískum efnum. „Húðin er stórt og mikilvægt líffæri og allt sem þú setur á húðina smýgur inn í hana og út í blóðrásina. Það er því gríðarlega mikilvægt að nota sem náttúrulegastar húðvörur til að vernda okkur fyrir skaðlegum kemískum efnum sem oft eru notuð í snyrtivörur s.s. parabenum og þalötum sem auðvitað er ekki að finna í Dr.Bronner’s-vörunum. Líkt og þær þúsundir sem nota sápurnar og húðvörurnar frá Dr. Bronner um allan heim muntu ekki vilja neitt annað eftir að hafa prófað,“ segir á mammaveitbest.is en þar má finna ítarlegar upplýsingar um vörurnar.