fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
FókusKynning

Blackbox: Nýr æfingaklúbbur fyrir fólki sem vill æfa án takmarkana

Kynning

Leggja áhersla á styrk, tækni og gæði hreyfinga

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. mars 2016 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blackbox er nýstofnaður æfingaklúbbur sem var myndaður eftir hræringar og eignaskipti æfingarstöðva á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið sumar. Í stað þess að vera stöð sem fyrirtæki eða einstaklingur rekur þá er Blackbox í umsjá og eign þeirra sem þar æfa, svona einskonar kommúnista klúbbur í miðjum kapítalismanum.

Hugmyndafræði klúbbsins er að byggja upp samfélag af fólki sem vill æfa án þeirra takmarkana sem venjulegar æfingarstöðvar oft setja. Sem dæmi þá fá allir meðlimir lykil og geta því æft hvenær sem er sólarhringsins og notað salinn í að æfa hvaða form af íþrótt sem þeir vilja. Af þessu hlýst ákveðið sigrúm og frelsi sem er óvenjulegt.

Stór hluti þeir sem æfa hjá Blackbox æfðu áður Crossfit og æfa örlítið breytt form á því æfingarkerfi. Þeir leggja mikla áhersla á styrk og tækni ásamt því að einblína á gæði hreyfinga. Þessi hópur æfir á föstum tímum í hverri viku ásamt þjálfara og allir meðlimir eru velkomnir. Þess ber þó að geta að Blackbox er ekki skráður Crossfit klúbbur.

Þó að aðstaðan sé ekki eins fín og þekkist á venjulegri æfingarstöð þá er æfingarsalurinn góður. Hátt til lofts og vinarlegur andi. Þarna hafa meðlimir æft þrek, venjulegar liftingar, olympískar liftingar, fimleika, og hnefaleikar svo eitthvað sé nefnt.

Eitt af því sem klúbburinn gerir er að halda skemmtilega þema-viðburði fyrir íþróttaálfa og þá eru allir, líka þeir sem ekki eru meðlimir, velkomnir án nokkurs endurgjalds. Þar ber hæst Coffee & Clean sem haldið hefur verið mánaðarlega og vakið mikla athygli. Blackbox hefur áform um fleiri viðburði jafnvel þó að tillaga um Beer & Burbees hafi verið felld.

Nú stendur Blackbox á ákveðnum tímamótum vegna þess að 1 apríl næstkomandi mun klúbburinn bjóða uppá nýja tíma á föstum tímum og með þjálfara. Þetta eru ólíkir tímar frá því sem nú er og munu heita Blackout og Blacklight og verða þeir í boði á morgnana, í hádeginu og á kvöldin.

Meiri upplýsingar um þessa tíma, og klúbbinn sjálfan, er hægt að finna á heimasíðu klúbbsins – blackboxiceland.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“