fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fókus

Kári fann stökkbreytingu í eigin DNA: „Það kom mér á óvart þegar það var staðfest“

Vill lengra nám til stúdentsprófs og „algerlega frítt“ heilbrigðiskerfi

Auður Ösp
Föstudaginn 25. mars 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum öll hönnuð þannig að endanlega þá deyjum við. Það er nauðsynlegt svo dýrategundin geti lifað áfram að einstaklingurinn deyi. Við erum hönnuð þannig að það bregst ekki,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann kveðst líta á það sem forréttindi að fá að gera uppgvötvanir á hverjum degi enda kemur honum ekki til hugar að fara út í stjórnmál. Hann hefur sjálfur tekið úr sér sýni og rannsakað en segir að það sé í raun auðveldara að komast að eðli einstaklings með því að ræða við hann í nokkrar mínútur.

„Erfðamengi mitt hefur verið raðgreint úr DNA sem annars vegar hefur verið einangrað úr blóði mínu og hins vegar sem var einangrað úr skafi úr kinninni á mér. Þannig að allt erfðamengi mitt hefur verið raðgreint tvisvar,“ segir hann en hann er í ítarlegu viðtali við Páskablað DV þar sem hann viðurkennir að erfðamengi hans hafi þó ekki reynst merkilegt að skoða.

„Að vísu kom í ljós að ég er með eina stökkbreytingu sem veldur svolitlum heilsufarslegum vanda, en ég ætla ekki að fara út í það nánar. En það kom mér á óvart þegar það var staðfest,“ segir hann og bætir við að hann viti ekki úr hverju hann muni deyja. „Nei. Ég veit það ekki. Guði sé lof. Ég hef ekki grænan grun.“

Í viðtalinu ræðir Kári einnig þá staðreynd að hann skilgreinir sig sem sósíalista. „Ég hef mikla trú á því að við eigum að hlúa að samneyslu í okkar samfélagi. Ég tel að við eigum að reka kraftmikið heilbrigðiskerfi sem á að vera algerlega frítt fyrir fólkið í landinu.

„Það er alveg fáránlegt að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðstofu. Það er ekki ásættanlegt að það verði mönnum fjárhagsleg byrði að þurfa að borga fyrir lyf þegar menn verða lasnir,“ segir Kári en hann kveðst einnig hafa sínar skoðanir á íslenska skólakerfinu:

„Mér finnst að við eigum að hlúa mjög vel að skólakerfinu okkar. Ég hef raunar aðra skoðun á skólakerfinu en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Í stað þess að stytta nám til stúdentsprófs finnst mér að við eigum að lengja það þannig að þessi blessuð börn fái að vera í vernduðu umhverfi lengur“

Viðtalið við Kára má lesa í heild sinni í Páskablaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“

Sunneva átti erfitt með að kveðja goðsagnakennda bílnúmerið – „Þetta er búið að vera svo gaman en samt mjög vandræðalegt“
Fókus
Í gær

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum

Sagði Kanye West hafa sent sér hugskeyti og sagt henni að stela bílnum
Fókus
Í gær

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað

Segir kynlíf með unga kærastanum það besta sem hún hefur upplifað
Fókus
Í gær

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“

Sunneva: „Ég hef áhyggjur af því að fólk fari að versla jólagjafirnar fyrir börnin sín á þessum síðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi

Bandaríkjamaður fann kassa af myndum frá Íslandi á sjötta áratugnum – Sýna Ísland í skemmtilegu ljósi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið

Brad Pitt og kærastan stíga fram í sviðsljósið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrafn greinir frá „hræðilegu blæti“ – Elskar tuðið í hverfishópum á Facebook

Hrafn greinir frá „hræðilegu blæti“ – Elskar tuðið í hverfishópum á Facebook
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar

Sagt að léttast þegar hún leitaði fyrst til læknis 15 ára vegna fótaverkja – Greind með lítt þekktan en algengan sjúkdóm áratug síðar